Dómari á eldhúsdegi
Eldhúsdagsumræður fóru fram í kvöld. Brynjar Níelsson flutti ræðu sem virtist eingöngu til brúks innanhúss því ekki fjallaði hún um þjóðmálin. En þingmenn hlógu og skemmtu sér hið besta af einhverjum ástæðum. Sjálfur hefur Brynjar eflaust verið í besta skapi enda var dómsmálaráðherra að enda við að gera honum stórgreiða.
Sem andsvar við gagnrýni á stórkostlegan kynjahalla sem stefndi í að yrði á dómurum Landsréttar (eða það skyldi maður halda) hefur dómsmálaráðherra ákveðið að skáka út nokkrum karlkynsdómaraefnum (líklega samt aðallega vegna þess hversu mjög þeir fara í taugarnar á Sjálfstæðisflokknum*) og bæta við tveimur körlum og tveimur konum í staðinn. Nú ætti mitt feminíska hjarta að gleðjast en gerir það ekki. Ástæðan er sú að Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari eiginkona Brynjars Níelsssonar, flokksbróður ráðherrans, er ein þeirra sem Sigríður Andersen vill fá sem dómara.
Að hygla þannig sínu fólki er óþolandi, jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi alltaf stundað slíkt (sbr. ráðning ættingja Davíðs Oddssonar í dómarastörf á sínum tíma). Það að Brynjar Níelsson er hatursmaður feminista varpar því ljósi á konu hans að hún hljóti að vera elskusátt við andfeminískar hugmyndir, sem hljómar ekki eins og kona sem þarf til að bæta úr kynjahalla. Sú staðreynd að Sigríður skiptir líka tveimur körlum út fyrir tvo aðra karla sýnir að þetta er pólitísk aðgerð en ekki til að gæta að kynjajafnrétti.** Það er semsagt fátt eða ekkert sem er jákvætt við þessa mannabreytingatillögu dómsmálaráðherra.
Annars var það helst að frétta af eldhúsdagsumræðum að Katrín Jakobsdóttir gagnrýndi ríkisstjórnina eins og aðrir stjórnarandstæðingar — en henni fórst það að vanda betur en öðrum.
Þýskalandskeisari, sem lítið hefur borið á undanfarna öld, fékk sína15 sekúndna frægð þegar fjármálaráðherra misminnti starfsheiti Angelu Merkel. Kannski fylgdist hann ekki með í sögutímum í MR?
Pawel flutti ágæta ræðu, aðallega vegna þess að hann talaði um múmínálfa. Mér varð reyndar um og ó þegar hann fór að líkja sér við Snúð, en til allrar hamingju var á þeirri sögu óvæntur og skemmtilegur endir.
Öllu erfiðara varð að hlusta á Nichole Mosty. Ekki vegna þess að hún talar ekki íslensku alltaf með réttum áherslum heldur vegna þess að hún beygði af þegar hún minntist á óvægna gagnrýni sem hún fær vegna meðferðar sinnar á tungumálinu. Slík gagnrýni er á köflum einfaldlega útlendingaandúð og er óþolandi sem slík. Gagnrýni sem beinist að ríkisstjórnarþátttöku Bjartrar framtíðar og hvernig flokkurinn og Nichole spila úr því á hins vegar fulla rétt á sér.
Bjarkey Olsen átti frasa kvöldsins: Þessi ríkisstjórn lifir á lyginni.
____
* Stundin bendir á að „Einn þeirra sem var metinn hæfastur, en Sigríður vill ekki skipa, hefur verið tengdur við Vinstri græna. Ástráður Haraldsson, sem er reyndur lögmaður og hefur meðal annars verið dósent við Háskólann á Bifröst, hefur hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Vinstri græna og Alþýðubandalagið“ og að „Ástráður er barnsfaðir Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna“. Hann hefur með öðrum orðum ekki réttar pólitískar skoðanir.
** Ekki yrði ég hissa á að þessi kenning sem fram kom í athugasemdum við frétt Stundarinnar reyndist rétt: „Sigríður velur að skipta um fjóra til að gera val Arnfríðar minna áberandi. Gegnsætt bragð.“
Sem andsvar við gagnrýni á stórkostlegan kynjahalla sem stefndi í að yrði á dómurum Landsréttar (eða það skyldi maður halda) hefur dómsmálaráðherra ákveðið að skáka út nokkrum karlkynsdómaraefnum (líklega samt aðallega vegna þess hversu mjög þeir fara í taugarnar á Sjálfstæðisflokknum*) og bæta við tveimur körlum og tveimur konum í staðinn. Nú ætti mitt feminíska hjarta að gleðjast en gerir það ekki. Ástæðan er sú að Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari eiginkona Brynjars Níelsssonar, flokksbróður ráðherrans, er ein þeirra sem Sigríður Andersen vill fá sem dómara.
Að hygla þannig sínu fólki er óþolandi, jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi alltaf stundað slíkt (sbr. ráðning ættingja Davíðs Oddssonar í dómarastörf á sínum tíma). Það að Brynjar Níelsson er hatursmaður feminista varpar því ljósi á konu hans að hún hljóti að vera elskusátt við andfeminískar hugmyndir, sem hljómar ekki eins og kona sem þarf til að bæta úr kynjahalla. Sú staðreynd að Sigríður skiptir líka tveimur körlum út fyrir tvo aðra karla sýnir að þetta er pólitísk aðgerð en ekki til að gæta að kynjajafnrétti.** Það er semsagt fátt eða ekkert sem er jákvætt við þessa mannabreytingatillögu dómsmálaráðherra.
Annars var það helst að frétta af eldhúsdagsumræðum að Katrín Jakobsdóttir gagnrýndi ríkisstjórnina eins og aðrir stjórnarandstæðingar — en henni fórst það að vanda betur en öðrum.
Þýskalandskeisari, sem lítið hefur borið á undanfarna öld, fékk sína15 sekúndna frægð þegar fjármálaráðherra misminnti starfsheiti Angelu Merkel. Kannski fylgdist hann ekki með í sögutímum í MR?
Pawel flutti ágæta ræðu, aðallega vegna þess að hann talaði um múmínálfa. Mér varð reyndar um og ó þegar hann fór að líkja sér við Snúð, en til allrar hamingju var á þeirri sögu óvæntur og skemmtilegur endir.
Öllu erfiðara varð að hlusta á Nichole Mosty. Ekki vegna þess að hún talar ekki íslensku alltaf með réttum áherslum heldur vegna þess að hún beygði af þegar hún minntist á óvægna gagnrýni sem hún fær vegna meðferðar sinnar á tungumálinu. Slík gagnrýni er á köflum einfaldlega útlendingaandúð og er óþolandi sem slík. Gagnrýni sem beinist að ríkisstjórnarþátttöku Bjartrar framtíðar og hvernig flokkurinn og Nichole spila úr því á hins vegar fulla rétt á sér.
Bjarkey Olsen átti frasa kvöldsins: Þessi ríkisstjórn lifir á lyginni.
____
* Stundin bendir á að „Einn þeirra sem var metinn hæfastur, en Sigríður vill ekki skipa, hefur verið tengdur við Vinstri græna. Ástráður Haraldsson, sem er reyndur lögmaður og hefur meðal annars verið dósent við Háskólann á Bifröst, hefur hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Vinstri græna og Alþýðubandalagið“ og að „Ástráður er barnsfaðir Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna“. Hann hefur með öðrum orðum ekki réttar pólitískar skoðanir.
** Ekki yrði ég hissa á að þessi kenning sem fram kom í athugasemdum við frétt Stundarinnar reyndist rétt: „Sigríður velur að skipta um fjóra til að gera val Arnfríðar minna áberandi. Gegnsætt bragð.“
Efnisorð: Björt framtíð, feminismi, pólitík, sjálfstæðismenn, Viðreisn
<< Home