miðvikudagur, maí 17, 2017

Mætti örugglega réttur Ólafur fyrir nefndina?

Hálft ár mun vera liðið frá því að almannatenglafyrirtæki hóf að vinna að málsvörn Ólafs Ólafssonar: í því fólst ekki að mæta fyrir rannsóknarnefnd og svara spurningum.

Eftir hundraða blaðsíðna sendingu til stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis, videóbloggræðu á skyrtunni (rafræna ökklabandið virðist ekki hafa truflað upptökuna), og fum og fát þegar þingmenn í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd kröfðust annarra svara en þeirra sem komu Ólafi vel og hann hafði æft (svosem að afhjúpa það sem allir vita um spillingu við einkavæðingu Landsbankans), situr bara ein spurning eftir:

Verður nám í almannatengslum áfram lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, nú þegar stétt almannatengla hefur með svo áberandi hætti sýnt fram á gagnsleysi sitt?


Efnisorð: