sunnudagur, maí 07, 2017

Óþarfa kvíði: Frakkar eru ekki fávitar

Skoðanakannanir spáðu Emmanuel Macron sigri í frönsku forsetakosningunum. Í ljósi þess hversu skoðanakannanir gáfu ranga mynd af niðurstöðum Brexit-kosninga í Bretlandi og forsetakosninga í Bandaríkjunum gat það allt eins þýtt að Marine Le Pen yrði forseti. En Frakkar eru greinilega ekki fávitar og svo virðist sem 65% þeirra sem kusu hafi viljað Macron (þótt þeim þætti hann ekki endilega góður kostur) heldur en fasistaleiðtogann sem hatast útí fjölmenningarsamfélag og evrópusamvinnu.

Hefði hún komist til valda hefði það líklega ýtt enn undir að Evrópusambandið liðaðist í sundur. Sem í mínum huga er uppskrift að styrjöld í álfunni, jafnvel heimsstyrjöld. Þannig að ég gleðst yfir skynsemi Frakka og ósigri Le Pen. Megi enginn úr þeirri fjölskyldu komast til valda!

Efnisorð: