miðvikudagur, apríl 05, 2017

Með rauðum penna

Kári Stefánsson birtir í dag bréf til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra þar sem hann „dregur hann yfir naglabretti“ með skrifum sínum. Það er óþarfi að rekja bréfið, engin endursögn nær naglföstum skotum Kára, þannig að blogglesendur lesa það bara hér, og verða ekki sviknir af lestrinum.

Þegar ég hafði lokið við að lesa bréfið varð mér aftur litið á yfirskrift þess sem er „Með rauðum penna“. Rifjaðist þá upp fyrir mér blaðaúrklippa úr Stundinni (15.12.2016-4.1.2017) sem ég rakst á í fórum mínum.
Enda þótt textinn við myndina eigi við um allt önnur mál, en ekki síður mikilvæg, en þau sem Kári fjallar um, á hún hér vel við. Þó má segja að úrklippan sýni fyrst og fremst barnalegt viðhorf blogghöfundar.