Holland, Ísland, Kongó
Hvernig stendur á því að til er fólk sem er endalaust til í að níðast á öðrum? Borga svo léleg laun að vart er hægt að skrimta á þeim. Láta fólk vinna við ómannúðlegar aðstæður. Hrúga starfsmönnum í húsnæði sem er ekki mönnum bjóðandi og draga fokdýra leigu af laununum þeirra. Pína fólk til að vinna án hvíldar. Berja fólk hreinlega áfram. Halda fólki í þrældómi. Fólk sem býr og starfar við þessar aðstæður býr til eða flytur vörur sem við hin (hvíta millistéttarfólkið í neyslukapphlaupinu) kaupum og notum, jafnvel þótt við heyrum einhvern ávæning af því að ekki sé alltaf svo vel farið með verkafólkið sem býr til vöruna. Við reynum að gefa því ekki gaum að við götuna sem við förum daglega er að rísa bygging þar sem unnið er fleiri daga vikunnar og lengri vinnudaga en okkur þætti boðlegt sjálfum.
Það stakk mig að heyra í gær um vörubílstjóra frá ríkjum Austur Evrópu sem keyra fyrir Samskip í Hollandi og eru á skítakaupi og fá hvorki yfirvinnulaun eða helgarálag. Starfsmaður stærsta verkalýðsfélags Hollands „segir hundruð vöruflutningabílstjóra vera fórnarlömb lögbrota skipafélagsins Samskipa í Hollandi“, og bendir á að þar í landi eru lög um keðjuábyrgð* og því ber fyrirtækið lagalega ábyrgð.
(Hér heima er svo eiginkona forstjóra Samskipa meira upptekin af að styðja eiginkonu annars refsifanga þegar hún vælir út viðtal hjá forseta Íslands. Báðar eiginkonurnar tala um mannréttindabrot og ég veit ekki hvað og hvað.)
Það er ekki bara Samskip sem fremur „félagshagfræðilegan glæp“, því Fréttatíminn skýrir frá því að pólskir rútubílstjórar sem starfa hér á landi, þurfi stundum að sofa í bílunum og fái 5000 kall á dag í laun. Svona fyrir utan að þetta eru ólögleg undirboð þá er þetta ill meðferð á mönnunum og djöfuls skítakaup. En það er auðvitað svo mikilvægt að græða á ferðamönnum að ferðamannaiðnaðurinn getur ekki stillt sig um að græða á fólkinu sem vinnur við ferðaþjónustuna líka.
Allra versta dæmið um hræðilega meðferð á fólki sá ég þó í vikulegu fréttayfirliti á Sky News sjónvarpsstöðinni í gær. Þar var sýnt frá námuvinnslu á kóbalti í Kongó þar sem börn allt niður í fjögurra ára að vinna. Aðaláherslan í fréttinni* var á hinn 8 ára Dorsen. Fyrir utan að vera yfirleitt í vinnu, hvað þá erfiðisvinnu, var hann hrakinn og skammaður linnulaust (hótað barsmíðum) svo hann var bæði hræddur og ringlaður.
Þetta gráðuga helvítis mannkyn.
___
* Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins eru á móti reglum um keðjuábyrgð hér á landi, og segja „engin haldbær rök fyrir íþyngjandi ábyrgð verkkaupa á launum starfsmanna íslenskra verktaka – verði vanefnd á launum starfsmanna íslenskra fyrirtækja geti þeir beint kröfum að Ábyrgðarsjóði launa auk þess sem þeir séu félagsmenn í stéttarfélögum sem geti aðstoðað þá við innheimtu vangoldinna launa“. Mjög óvænt afstaða eða þannig.
** Þetta er örlítið lengri útgáfa myndskeiðsins sem sýnt var í gær; með viðtali við Dorsen og 11 ára vinnufélaga hans. Textaútgáfa fréttarinnar er hér.
Það stakk mig að heyra í gær um vörubílstjóra frá ríkjum Austur Evrópu sem keyra fyrir Samskip í Hollandi og eru á skítakaupi og fá hvorki yfirvinnulaun eða helgarálag. Starfsmaður stærsta verkalýðsfélags Hollands „segir hundruð vöruflutningabílstjóra vera fórnarlömb lögbrota skipafélagsins Samskipa í Hollandi“, og bendir á að þar í landi eru lög um keðjuábyrgð* og því ber fyrirtækið lagalega ábyrgð.
(Hér heima er svo eiginkona forstjóra Samskipa meira upptekin af að styðja eiginkonu annars refsifanga þegar hún vælir út viðtal hjá forseta Íslands. Báðar eiginkonurnar tala um mannréttindabrot og ég veit ekki hvað og hvað.)
Það er ekki bara Samskip sem fremur „félagshagfræðilegan glæp“, því Fréttatíminn skýrir frá því að pólskir rútubílstjórar sem starfa hér á landi, þurfi stundum að sofa í bílunum og fái 5000 kall á dag í laun. Svona fyrir utan að þetta eru ólögleg undirboð þá er þetta ill meðferð á mönnunum og djöfuls skítakaup. En það er auðvitað svo mikilvægt að græða á ferðamönnum að ferðamannaiðnaðurinn getur ekki stillt sig um að græða á fólkinu sem vinnur við ferðaþjónustuna líka.
Allra versta dæmið um hræðilega meðferð á fólki sá ég þó í vikulegu fréttayfirliti á Sky News sjónvarpsstöðinni í gær. Þar var sýnt frá námuvinnslu á kóbalti í Kongó þar sem börn allt niður í fjögurra ára að vinna. Aðaláherslan í fréttinni* var á hinn 8 ára Dorsen. Fyrir utan að vera yfirleitt í vinnu, hvað þá erfiðisvinnu, var hann hrakinn og skammaður linnulaust (hótað barsmíðum) svo hann var bæði hræddur og ringlaður.
Þetta gráðuga helvítis mannkyn.
___
* Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins eru á móti reglum um keðjuábyrgð hér á landi, og segja „engin haldbær rök fyrir íþyngjandi ábyrgð verkkaupa á launum starfsmanna íslenskra verktaka – verði vanefnd á launum starfsmanna íslenskra fyrirtækja geti þeir beint kröfum að Ábyrgðarsjóði launa auk þess sem þeir séu félagsmenn í stéttarfélögum sem geti aðstoðað þá við innheimtu vangoldinna launa“. Mjög óvænt afstaða eða þannig.
** Þetta er örlítið lengri útgáfa myndskeiðsins sem sýnt var í gær; með viðtali við Dorsen og 11 ára vinnufélaga hans. Textaútgáfa fréttarinnar er hér.
Efnisorð: alþjóðamál, kapítalismi, Verkalýður
<< Home