fimmtudagur, febrúar 16, 2017

Góður grunnur fyrir fjölbreytta myndatexta

Halldór Baldursson skopmyndateiknari gerði gott gys í Fréttablaðinu í dag, eins og oft áður. Að þessu sinni hafði hann reyndar notað myndina áður en hafði nú breytt um texta. Það er fjarri mér að gagnrýna endurnýtt efni því eins og blogglesendur kannast mæta vel við (og eru jafnvel mjög mæddir) þá endurbirti ég og vísa linnulaust í gamla pistla.

Það vill svo til að ég er sammála texta Halldórs í bæði skiptin en finnst samt eldri útgáfan beittari og höfða meira til mín. Enda hef ég haft þá mynd uppivið allt frá því ég klippti hana úr Fréttablaðinu í fyrra og notaði hana í pistli um Bjarna Benediktsson og flokkinn hans; og ætlaði reyndar að nota myndina aftur við svipað tækifæri. Enda segir hún sannleik sem verður aldrei of oft kveðinn.

En hér eru semsagt báðar myndirnar, fyrst sú eldri og svo þessi sem var í blaðinu í morgun.







Efnisorð: