fimmtudagur, febrúar 02, 2017

Meistaramánuður

Nú er víst runninn upp meistaramánuður. Þið afsakið að ég skuli ekki taka þátt, ég á fullt í fangi með að halda kvíðanum í skefjum. Ég hef verulegar áhyggjur af loftslagsmálum og mannréttindum eftir að Trumpsvínið komst til valda, en ótti minn við að hann eða Pútín eða þeir báðir (saman í liði eða sem andstæðingar) hleypi af stað styrjöld fer vaxandi. Verst er að þessi óþolandi óvissa á sennilega eftir að vara næstu fjögur ár.

Að ná tökum á kvíðanum, er það keppnisgrein í meistaramánuði?

Efnisorð: ,