Yngstu matgæðingarnir — ströngustu kröfurnar
Yfirskriftina hér má finna í heilsíðuauglýsingu Nestlé í sérblaðinu Fyrstu skrefin sem fylgir Fréttablaðinu í dag. Svo kemur fullyrðingasúpa sem má sjá á meðfylgjandi mynd. Til mótvægis legg ég fram (tengla á fjórar: 1, 2, 3, 4) gamlar bloggfærslur sem ég hef skrifað um Nestlé. Í ljósi þeirra er síðasta setningin í auglýsingunni eiginlega algjört met:
Af öllu neysluhegðunarmynstri er einna verst það sem birtist í því að foreldrar kaupa vörur frá Nestlé því þau vilja barninu sínu vel. Því Nestlé vill (ekki öllum) börnum vel.

„Það dugir jú ekkert minna fyrir mikilvægustu manneskjur í heiminum!“Hverjar eru þá mikilvægustu manneskjurnar í heiminum, frá sjónarhóli Nestlé? Það eru greinilega ekki börn (eða annað fólk) í fátækari ríkjum heims. Sennilega eru íslensk börn mikilvægustu manneskjurnar í heiminum, eða allavega vestræn börn. Helst þessi hvítu allavega.
Af öllu neysluhegðunarmynstri er einna verst það sem birtist í því að foreldrar kaupa vörur frá Nestlé því þau vilja barninu sínu vel. Því Nestlé vill (ekki öllum) börnum vel.

Efnisorð: alþjóðamál, auglýsingar, heilbrigðismál, kapítalismi, sniðganga (boycott)
<< Home