Móri reyndi sig við dagsljósið
Þá er það búið. Fór eins og við var að búast, þótt fyrstu tölur bentu til að úrslitin gætu orðið óvænt. Sem betur fer var Guðni kosinn en ekki Halla — best af öllu var þó að aðeins 13,7 prósent kjósenda kusu Davíð Oddsson. Hann hamraði á reynslu sinni, milli þess sem hann pönkaðist á Guðna og sneri útúr fyrir spyrlum, og hélt að það myndi ganga í kjósendur. En kjósendur hafa einmitt slæma reynslu af Davíð Oddssyni og þessvegna höfnuðu þeir honum.
Það gleður mig mjög að kosningarnar eru afstaðnar og þurfa hvorki að sjá né heyra í Davíð framar.
Hann hefur eytt undanförnum árum í Hádegismóum að endurskrifa Íslandssögu 21. aldarinnar; kannski var framboðið ein tilraun hans til að leiðrétta sinn hlut, nóg setti hann ofan í við fjölmiðlafólk sem vogaði sér að ræða nokkrar staðreyndir við hann. Ekki veit ég hvort kenningin um að hann hafi farið fram til að draga athyglina frá Panamaskjala-umræðunni og bjarga þannig formanni Sjálfstæðisflokknum úr klípunni, sé sönn, en hitt veit ég að ég fyrir mitt leyti hef ekki gleymt því máli og hef ekki hugsað mér annað en draga það (oft) fram í aðdraganda þingkosninganna.
Mér var ómögulegt að fylgjast með öllum viðtölum við forsetaframbjóðendur, en held þó að það hefði ekki farið framhjá mér hafi Davíð verið spurður um upptökuna af samtali hans og Geirs H. Haarde 6. október 2008, sem snerist um 500 milljóna evru þrautavaralán Seðlabankans til Kaupþings, tveimur dögum áður en bankinn féll. Þetta jafngilti þá ríflega 80 milljörðum króna. Aðeins um helmingur lánsins hefur endurheimst, tap skattgreiðenda vegna lánveitingarinnar nemur um 35 milljörðum króna. Geir er hlýðinn við Davíð og leyfir ekki að upptakan sé birt, en Seðlabankinn hefur sagt að lánið hafi ekki verið veitt samkvæmt verklagsreglum bankastjórnar Seðlabankans. Hefði nú ekki verið skemmtilegt ef fjölmiðlar hefðu spurt forsetaframbjóðandann hvort hann væri tilbúinn að létta álögunum af Geir og leyfa kjósendum að heyra samtalið?
Það gleður mig mjög að kosningarnar eru afstaðnar og þurfa hvorki að sjá né heyra í Davíð framar.
Hann hefur eytt undanförnum árum í Hádegismóum að endurskrifa Íslandssögu 21. aldarinnar; kannski var framboðið ein tilraun hans til að leiðrétta sinn hlut, nóg setti hann ofan í við fjölmiðlafólk sem vogaði sér að ræða nokkrar staðreyndir við hann. Ekki veit ég hvort kenningin um að hann hafi farið fram til að draga athyglina frá Panamaskjala-umræðunni og bjarga þannig formanni Sjálfstæðisflokknum úr klípunni, sé sönn, en hitt veit ég að ég fyrir mitt leyti hef ekki gleymt því máli og hef ekki hugsað mér annað en draga það (oft) fram í aðdraganda þingkosninganna.
Mér var ómögulegt að fylgjast með öllum viðtölum við forsetaframbjóðendur, en held þó að það hefði ekki farið framhjá mér hafi Davíð verið spurður um upptökuna af samtali hans og Geirs H. Haarde 6. október 2008, sem snerist um 500 milljóna evru þrautavaralán Seðlabankans til Kaupþings, tveimur dögum áður en bankinn féll. Þetta jafngilti þá ríflega 80 milljörðum króna. Aðeins um helmingur lánsins hefur endurheimst, tap skattgreiðenda vegna lánveitingarinnar nemur um 35 milljörðum króna. Geir er hlýðinn við Davíð og leyfir ekki að upptakan sé birt, en Seðlabankinn hefur sagt að lánið hafi ekki verið veitt samkvæmt verklagsreglum bankastjórnar Seðlabankans. Hefði nú ekki verið skemmtilegt ef fjölmiðlar hefðu spurt forsetaframbjóðandann hvort hann væri tilbúinn að létta álögunum af Geir og leyfa kjósendum að heyra samtalið?
Efnisorð: forsetakosningar, hrunið, sjálfstæðismenn
<< Home