10 segi og skrifa
Skemmtilegi fróðlegsmoli dagsins: Vegna þess að ég hef ekki tekið upp eftir Ólafi Ragnari að tala í sífellu um sjálfa mig í þriðju persónu (þótt það hafi eflaust komið fyrir, en hef þó forðast að kalla mig 'forsetinn') þá hef ég frá upphafi bloggskrifa notað hið fagra orð ég 984 sinnum í bloggfærslum, mig 333svar, mér 672svar, og mín 384 sinnum. Í einhverjum tilvikum er að ræða tilvitnun í sjálfhverft fólk, en restin á ég víst alveg sjálf.
Kökuna sem ég bakaði í tilefni 10 ára bloggafmælisins át ég líka sjálf, enda langaði mig mjög mikið í hana, en ég gætti mér ekki hófs og skammast mín svoldið fyrir það. (Æ, nú þarf ég að telja uppá nýtt!)
Annars er ég bara sátt við lífið og bloggtilveruna, og sú vissa mín að lesendur kyrji TÍU ÁR ENN gleður mig mjög.
Til hamingju með mig!
Kökuna sem ég bakaði í tilefni 10 ára bloggafmælisins át ég líka sjálf, enda langaði mig mjög mikið í hana, en ég gætti mér ekki hófs og skammast mín svoldið fyrir það. (Æ, nú þarf ég að telja uppá nýtt!)
Annars er ég bara sátt við lífið og bloggtilveruna, og sú vissa mín að lesendur kyrji TÍU ÁR ENN gleður mig mjög.
Til hamingju með mig!
<< Home