fimmtudagur, febrúar 08, 2018

Lóinn er kominn

Þegar ég fyrst heyrði um teiknimyndina Lóa varð ég mjög pirruð. Það var árið 2013, og myndin sennilega enn á teikniborðinu, en nú er búið að frumsýna myndina, og nú veit ég meir um myndina. Helstu staðreyndir:

Myndin fjallar um lóu. Lóa er kvenkynsorð en aðalsöguhetja myndarinnar er karlkyns og heitir Lói.

Í myndinni er líka rjúpa. Rjúpa er kvenkynsorð en eins og gildir um alla fugla eru rjúpur kvenkyns og karlkyns, og karlfuglarnir eru kallaðir karrar. Rjúpan í myndinni er karlkyns og heitir Karri.

Músin í myndinni — mús er kvenkynsorð — er auðvitað líka karlkyns og heitir Mússi.

Það er greinilga fátt meira gefandi en að gera barnaefni þar sem kvenhlutverk eru höfð eins fá og mögulegt er.

En hvernig læt ég. Lóunginn knái á auðvitað kærustu sem heitir Lóa! Það mátti auðvitað ekki vera á hinn veginn, að hún væri aðalpersónan.

Já og svo á aðalskálkurinn (karlkyns) einhverskonar maka (spegilmynd í ís sem svarar honum) og hún „skammar hann fyrir að vera ekki nógu duglegur við lóuveiðarnar og segir að hann verði að standa sig betur“. Ahh, kröfuharða eiginkonan sem heimtar að kallinn skaffi betur! Ekki seinna vænna að kynna börnin fyrir þeirri staðalmynd kvenkynsins!

Ég er ekki einu sinni búin að sjá myndina myndinn og hún hann er strax orðin uppáhaldsmyndin mín orðinn uppáhaldsmyndinn minn.


___
* Það er svo önnur saga hvað það var gríðarlega ánægjulegt að Þórarinn Þórarinsson skrifaði dóm um Lóa í Fréttablaðið, en hann er álíka fjarri því að setja upp kynjagleraugu og Jakob Bjarnar. Kallakalla afstaða Þórarins til allra hluta birtist með skýrum hætti ofar á blaðsíðunni þar sem hann rýndi í myndina Darkest Hour sem fjallar um Winston Churchill.

Efnisorð: , , , , ,