sunnudagur, janúar 21, 2018

Dagatöl með myndum af fáklæddum konum (nei takk)

Sambandsstjórn Samiðnar samþykkti ályktun í vikunni í tilefni #MeToo byltingarinnar. Í ályktuninni er lögð áhersla á samstillt átak stjórnvalda, verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins til að ráðast gegn inngróinni menningu byggðri á mismunun kynjanna í samfélaginu, innan fjölskyldna og á vinnustöðum. Skorað er á aðildarfélög Samiðnar að hafa frumkvæði að virkri þátttöku í umræðunni gegn kynbundu ofbeldi og kynbundnum vinnumarkaði. (Segir í frétt Vísis.)

Samiðn - samband iðnfélaga, er landssamband stéttarfélaga sem varð til við samruna Málm- og skipasmiðasambandi Íslands og Sambands byggingamanna. Aðild að sambandinu eiga starfsfólk í bílgreinum, hársnyrtigreinum, málmtæknigreinum, tækniteiknun, byggingagreinum, garðyrkju og skipasmíðum.

En aftur úr frétt Vísis:
„Við erum í karllægu umhverfi og finnum áherslu á að við karlarnir stígum fram og við erum að beina því inn á við hjá okkur að við tökum þessi mál til skoðunar, í hreyfingunni og inni á vinnustöðum,“ segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar um tilefni ályktunarinnar.

Hann segir umhugsunarefni hve illa konur endast í iðngreinunum. „Þær sem fara í nám og byrja til dæmis í mannvirkjagerð og bifvélavirkjun, endast stutt. Það getur verið eitthvað í okkar vinnustaðamenningu sem konum fellur ekki við, við höfum ekki skoðað það en það er mjög áhugavert rannsóknarefni.”

„Það er mikil karlamenning á þessum vinnustöðum og það getur verið eitthvað í umræðumenningunni og svo náttúrulega þessi almanök af fáklæddum konum á veggjum víða. Allt getur þetta virkað neikvætt á konur,“ segir Þorbjörn.

„Við þurfum að fara í að horfa á umhverfið okkar og spyrja okkur; er eitthvað hér sem misbýður konum? Við eigum að taka frumkvæði í þessu karlarnir.“

Og Þorbjörn segir: „Við karlarnir eigum að ganga í að fjarlægja þetta allt saman“.

Áður hefur verið sagt frá því hér á blogginu hve óþægilegt það er að reka augun í berar konur uppi á verkstæðisvegg. Þannig að þegar ég las um tillögu Þorbjarnar hrópaði ég „heyr, heyr!“

En það urðu ekki allir svo glaðir. Athugasemdakerfi Vísis logaði, og logar enn. Frá því að viðtalið við Þorbjörn birtist í gærmorgun og þar til núna rétt áðan voru komin 130 athugasemdir, og sýndist sitt hverjum. Sannarlega voru allmargar manneskjur hlynntar því að plaköt eða dagatöl með fáklæddum konum yrðu framvegis ekki á veggjum, og meirasegja voru sumir karlmenn hlynntir niðurrifinu. En margir karlmenn urðu æfir, sögðu að til væru dagatöl með slökkviliðsmönnum, töluðu um ritskoðun, að það þyrfti enginn að horfa á þetta sem ekki vildi, og hvort konur vildu hvoreðer ekki free the nipple.

Sérstaklega er gaman að sjá gamla kunningja sem hafa gegnum tíðina tekið þátt í umræðu um allskonar hluti tengda konum og kvennabaráttu, og eru enn þann dag í dag staðfastir í þvermóðskukarlrembunni sinni. Þetta eru tildæmis Haddi Gudmunds, Jarl Gunnar Ólafsson (sem stundum notar ‘Víking’ í stað jarl), Henry Bæringsson, Friðjón Árnason og Birgir Fannar. Sannkallaðir hörkukallar. Svo var líka einn sem lagði sig fram um að vitna í gamlan texta eftir Einar Ísfjörð, sem áður hefur verið vitnað til hér á blogginu.

Annars er ég að hugsa um að leyfa lesendum að sjá 'brot af því besta'. Þarna eru bæði rök með og á móti. Ég kippti út aukaatriðum eins og hvað klukkan var þegar athugasemdirnar eru skrifaðar, nafni sem einhver fjarstaddur er ávarpaður með, og líka starfsheitum fólks eða nafni vinnustaðar. Ja nema tvisvar. Í annað skipti vegna jákvæðs samhengis, hinu vegna þess að þá er um að ræða mann sem tengist íþróttarhreyfingunni, en það eru rétt örfáir dagar síðan íþróttakonur deildu sögum sínum af áreitni og ofbeldi af hálfu íþróttakarla.


Hefjum leika.

Haddi Gudmunds
[EN] okkur mönnunum er farið að leiðast þessi umræða all verulega.
Af hverju fara þessi dagatöl i taugarnar á fólki ?
Eigum við ekki að banna að brunavarnir taka myndir af sér og selja lika þar sem menn eru á forsiðum ?

Mér þykir þetta vera komið gott. og of langt. þegar að fara á i vinnu umhverfi fólks og skikka þvi til.

Ég get sagt það að mér var sama um þessi dagatöl og er ekki viss um að við vorum með eitt. en vegna þessara umræðu þá ætla ég mér að finna dagatal og setja upp i mótmælaskyni. og það fer ekki niður.

Bryndís Júlíusdóttir
Flestum konum er mjög illa við þessar myndir,hvað þá á vinnustað, því myndirnar eru niðurlæging fyrir konur. Ég veit um konu sem réð sig sem kokkur á sjó á níunda áratugnum. Þegar hún kom niður í eldhús, þá var það fyrsta sem hún sá uppi á skáphurð mynd, og hún horfði beint upp í nakið kvenmannsklof. Þessi kona sem var töffari reif myndina orðalaust niður og henti henni. En kokkurinn sem hún tók við af var karl.

Konur hafa yfirleitt tekið þessum myndum þegjandi, en hugsa sitt. Þorbjörn á mjög mikið hrós skilið fyrir að taka frumkvæði um þetta málefni, og benda á að það er ekki sjálfsagt af hafa myndir af nöktum konum t.d. á bifvélaverkstæðum. Það á ekki að neyða konur til að horfa á þessar myndir á opinberum stöðum. Það er hrein meðvirkni að verja þetta.

Rúnar Jóhannsson
Hvaða rannsókn ertu að tala um þegar þú segir að flestum konum séu mjög illa við þessar myndir. Síðan hvenær eru brjóst niðrandi fyrir konur, voru ekki flestar konur á Íslandi sem studdu frelsum geirvörtuna byltinguna. Bifreiðaverkstæði og vinnuskúrar eru ekki opinberir vinnustaðir einsog þú heldur fram, flestir af þessum stöðum sem eru með þessar myndir eru vinnusvæði sem eru eingöngu karlmenn.

Húnbogi Valsson
Bryndís Júlíusdóttir. Ég er svo sammála, hef alltaf fundist það með eindæmum hallærisegt að hafa myndir af bikiniklæddum stúlkum í auglýsingum fyrir smurningsolíur og kerti í bílvélar, hef unnið á bílaverkstæði með svona myndir á veggjum og fannst óþægileg tilhugsunin um að fólk héldi að ég hefði gaman af þessu og þegar ég hef ráðið mig á skip, þá er oft það fyrsta sem ég sé í klefanum, nektarmynd af stúlku á veggnum og þá verður það fyrsta sem ég geri, að rífa hana niður, því ég vil ekki að fólk haldi að ég sé svona hallærislegur að vilja svona myndir á veggjum.

Kristbjörn Árnason
Gott hjá ykkur byggingamenn, það eru a.m.k. 50 ár síðan að byrjað var að rífa þessar myndir niður á húsgagnaverkstæðum.

Auðvitað þola flestar konur þessar myndir sem vinna á svona stöðum og e.t.v. ekki önnur vinna í boði, en þetta er samt ótrúleg óvirðing sem þeim er sýnd. Þær sem ekki þola og eru með einhverja sjálfsvirðingu milli eyrnanna hætta strax störfum en hinar sem halda áfram eru stiplaðar ekki í lagi.

En þetta snýst að mestu leiti um sjálfsvirðingu karla eða fjölskyldufeður sem vinna á slíkum vinnustað þar sem sumir þeirra hengja upp svona fjölskyldumyndir sínar. Þessir karlar fá jafnvel konur sínar og börn í heimsókn á vinnustað.

Bæði er að inn á þessa vinnustaði koma bæði karlar og konur, sem eru viðskiptavinir fyrirtækjanna sem verða eðlilega mjög hikandi við svona myndasýningar. Nokkuð sem er algjörlega óviðeigandi. Þeir sem líma upp slíkar myndir oft með mjög lífræðilegum áherslum, sýna með þessu háttarlagi sínu hvaða mann þeir hafa að geyma.

Þeir karlar áðrir sem láta þetta yfir sig ganga, gera það einnig með aðgerðarleysi sínu. Þeir eru óhjákvæmilega stimplaðir af viðskiptavinum fyrirtækja sem láta slíkt óátalið. Það er einnig alveg augljóst að fyrirtæki sem láta svona lagað viðgangast missa viðskiptavini vegna slíks ófagnaðar.

Jarl Gunnar Ólafsson
Þetta er að fara út í öfgar og endar með því að karlmenn verða geldingar eða áhuga laus að vilja gera einhvað með sinar eigin konur í rúminu,. Þessu saklausu veggja myndir af nektum konum er svo saklaust miða við öllu þessu virkilega viðbjóði sem er í boði frá okkar simum og tölvum af virkilega ógeðfelt samfarir í öllum stellingum og af sömu kynni,. Svo eru folk að tala gegn um fallega nekta myndir af konum og eða karlmanni sem er bara kroppa mynd! Hvað með listina af nemendur að mála eða skulpura nekta konu eða karl sem er hafð fyrir framan sig? Hvað með þessi sem var í glerbúri nakin í einhvað tima er það viðbjóður? Er það lika að fara á bann lista að sjá svoleiðis myndlist? Þegar maður for til Grikklands og Romar og allar þesar styttur af fallegu kroppum gerð fyrir hundruðum jafnvel þusend árum er við hér á littla ísland með öfgar stefnu áróður að það megji ekki hafa fallegar myndir af fallegu líkama! "McCarthyism is the practice of making accusations of subversion or treason without proper regard for evidence" YouToo McCarthyism, Íslendingar eru ser kynstófn af heimskingum að geta stælt sig af einhverju og segja svo við erum bestir í heimi í þessu bananalyðveldi!

Ársæll Níelsson
Þarftu að skoða klám í vinnunni til að hafa áhuga á að fara í rúmið með frúnni?

Jarl Gunnar Ólafsson
[HHS] Á list að vera bara heima? Erum við íslendingar einhvað mjög viðkvæmir skælandi kannski ef við förum erlendis og sægjum nekta styttur af konum eða karlmönnum? Nekta málverkum eða bara nekt, er einhvað ógeðslegt við það? Er likama kvenna og karla einhvað viðbjóðslegt að sjá? Það er eitt að syna myndir af folki að stunda kynlifi upp á vegg vinnustaða en nekta myndir af konum og karlar er bara fallegt og mikið listræn ekkert annað.

Jarl Gunnar Ólafsson
Ársæll Níelsson Ég held flestir karlmenn og eða konur vilja aðins kveikja á sig með klam hugsanir og myndir til að jú gera einhvað svo síðar,. Ég held að margir lita á sína hjónabandi meira eins og vinir eða bróðir systir samband,. Við erum að sjá yfir 50% skilnaður milli folks vegna áhuga leysi á kynlyfi og er það eitt og aðal málið afhverju folk skilur í dag.

Henry Júlíus Häsler Bæringsson
Á mínum vinnustað vinnur ein kona. Í mörg ár hefur Würth komið með dagatal af fáklæddum konum um hver áramót. Eftir að [KAH] byrjaði hefur hann líka komið með mynd af fáklæddum körlum. Ég hef ekki séð né heyrt annað en þetta valdi bara kátínu og hlátri.

Jon Arnar
hahaha, rosalega fyndið að hún þurfi að þola þetta ein. Gott að þú nefndir Wurth þarna sem dæmi um forneskjulegt fyrirtæki, þá veit maður hvert á ekki að beina viðskiptunum. Það er sjálfsögð kurteisi að vera ekki að draga kynlíf og klof inn á vinnustaðinn, hvað þá að troða því í andlitið á gestum og gangandi með því að hengja neðanbeltishugsunarganginn upp á vegg. Rosalega mátt þú vera stoltur núna.

Henry Júlíus Häsler Bæringsson
Jon Arnar Ég á nú eftir að spyrja hana á betur út í þetta og líði henni eitthvað illa með þessar veggskreytingar verða þær að sjálfsögðu fjarlægðar. En ef myndirnar af stelpunum á dagatalinu vekja sömu tilfinningar í hennar brjósti og myndirnar af strákunum vekja hjá mér, hef ég nú ekki miklar áhyggjur af henni. Og ég veit ekki hvernig þú hefur vanist að horfa á þessi dagatöl, meina Würth, en ég gæti ekki, þó ég ætti líf mitt að leysa, sagt þér hvernig mynd janúarmánaðar er, né nokkurn undangenginna mánaða. Svo mikla athygli vekur þetta nú. En mér virðist að í þinum huga fari nekt og kynlíf saman, það er nú eitthvað sem þú ættir að láta athuga. Annars vona ég að þér gangi bara vel í skóla lífsins. Þar er fjölbreyttasta námsframboðið.

Friðjón Árnason
Fyrir nokkrum árum gerðu kvenfélagskonur á Suðurlandi almanak þar sem þær sátu sjálfar naktar fyrir við alls konar bústörf. Myndirnar voru svart-hvítar af glæsilegum fulltrúum kvenþjóðarinnar af öllum stærðum og gerðum á mismunandi aldri. Þegar þetta almanak kom fram hljóðnaði allt í einu umræðan um "verkstæðismyndirnar". Mig minnir að brautryðjendur þessara breytinga hafi verið íslenskir slökkviliðsmenn og á eftir komu alls konar útgáfur af almanökum m.a.s. bændur í Hörgárbyggð létu sig hafa það að gefa út dagatal með myndum af sjálfum sér, nöktum við hin ýmsu bústörf.

Mörg almanök frá erlendum vöruframleiðendum skarta listrænum ljósmyndum af "rándýrum", frægum fyrirsætum sem fá örugglega enga smápeninga fyrir vikið. Þá hafa ófáir listamenn fengist við sýna fólk eins og það er klæðalítið eða klæðalaust. Ekki get ég séð að það sem hér er upp talið hafi nein tengsl við klám þegar ekki er gripið til afskræmingar á framsetningu myndefnis né að það sé gert í þeim tilgangi að lítilsvirða fyrirsæturnar, annað hvort kynið eða bæði og alls ekki til að sjokkera þá sem verða fyrir þeim ósköpum að sjá þessi verk.

Móðursýkin og öfgarnar hér á landi eru hins vegar leiddar af bomsuklæddum, rytjulegum mussukellíngum af báðum kynjum og fáir þora að standa upp í hárinu á þeim af ótta við að verða kallaðir rasistar, perrar, dýraníðingar eða hvað annað ljótt sem hugnast ekki rétttrúnaðarhyskinu sem fylgir nefndum mussukellíngum í blindni af því að það heldur að það sé mainstream í dag.

Í öllum mannlegum samskiptum eru mörk sem almenn skynsemi kennir fólki að virða og það gildir jafnt í þessum málaflokki sem öðrum. Kannski væri rétt að leggja áherslu á þessi mörk í umræðunni og ekki síst við uppeldi barna og ætla þeim síðan að bera sjálfum ábyrgð á sér og sinni afstöðu í stað þess að fara um með "bókabrennur" í móðursýkiskasti forsjárhyggjunnar og sjálfbirgingshætti þeirra sem ævinlega þurfa að skipta sér af því hvað allir hinir vilja, segja eða gera, svo ekki sé nú minnst á lýðskrumara eins og þann sem fréttin er um sem greinilega eru eingöngu að slá sjálfa sig til riddara á kostnað vinsællar umræðu ...sem reyndar er að hluta á villigötum eins og aðrar öfgar.

Haukur Hauksson
..... og upp með plaköt frá Samtökunum ´78? Þetta hefur fylgt karlpeningnum lengi (og mun gera....) vonandi. Hætta þessari tískubylgju, hræsni og skynhelgi.

Birgir Fannar
Það fær engin stofnun né fyrirtæki umflúið metoo. Þar að auki ef það væri kona á vinnustaðnum sem líkaði ekki dagatölin heldur einhver virkilega að það myndi ekki vera tekið niður ef hún bæði um það ?

Jafnvel góðar líkur á að ef kona skyldi byrja að vinna þarna að mennirnir myndu taka myndirnar niður af sjálfsdáðum í virðingarskyni því það vill gleymast í öllu þessu metoo æði að menn eru líka heiðursmenn en myndin sem er búið að gefa hérna af okkur mönnum er að við séum bara slefandi kynlífsfíklar sem segja óviðeigandi hluti við hvert tækifæri.

Farið að hætta þessum bölvaða áróðri fyrir alla muni.

Guðni Rúnar Jónasson
Æ er þetta allt farið að taka á? Þessi áróður um virðingu og frið frá brotum á þeirra persónu. Alveg hræðilegt

Birgir Fannar
Guðni Rúnar Jónasson Vert þú bara geldingur áfram með þunna og ræfilslega kaldhæðni

Ingþór Theodór Guðmundsson · Football Referee hjá KSÍ - Knattspyrnusamband Íslands
Hvað með þær konur sem ég horfði á versla dagatal af fáklæddum slökkviliðsmönnum? Sleppur það er það ekki?

Tómas Skúlason
Þorbjörn Guðmundsson vinsamlegast lestu þetta og aðrir sem eru ekki á sama máli hvert þessi réttrúnaðarstefna er að siggla . [Vísar í texta eftir Einars Ísfjörð]

Björn Sigurðsson
Jæja, ekkert má nú í dag...... spurning að pistlahöfundur passi að þetta sé ekki uppi á vegg hjá sér og hætti svo að skipta sér af málum sem koma honum ekki við. Ótrúleg þessi feminista umræða í dag. Held að meirihluti fólks sé að fá sig fullsadda af þessum siðgæðislöggum ....... en hvað veit ég 🤔

Loftur Hjálmarsson
fordómar gegn nekt eru rótgrónir en það mun líklega breytast og fólk almennt ganga nakið í hlýju veðri niður laugarveginn og sýna sig í kynlífi opinberlega, ástæðan er hver, kristni hafði trúaróbragð á nekt, geðbilaðir vildu vera naktir stundum, konum var frekar nauðgað ef naktar td á fáförnum stað eða síðar klæddar búnar að kveikja áhuga.

Rúnar Jóhannsson
hummm, flestar af þessum myndum á þessum almanökum eru af brjóstaberum konum. VAR EKKI EINHVER BYLTING UM DAGINN SEM HÉT "FRELSUM GEIRVÖRTUNA" ÞAR SEM BRJÓST VORU TITLUÐ Á ENGAN HÁTT SEM EITTHVAÐ KYNÆSANDI EÐA NIÐRANDI FYRIR KONUR!!!!!!!
Hvað segið þið konur og karlar sem tóku þátt í þessari frelsum geirvörtuna byltingu um þessa grein?

Ingþór Theodór Guðmundsson · Football Referee hjá KSÍ - Knattspyrnusamband Íslands
Það hentar ekki núna sjáðu til

Brynjar Aðalsteinsson · Iðnskólinn á Akureyri
Þessi dagatöl hafa farið í ruslið hjá okkur, Vélvirkja bíladeild.

Logi Karakulin
Niður með slökkviliðsmannadagatölin, helvítis sóðaskapur og viðbjóður!

Egill Sveinbjornsson
Mai 2016 var flott. Ég hengdi hana upp á milli Samantha Fox og Madonna platgötunum.

Bjarni Halfdanarson
Mig grunar að konan hans sé búin að kúga þennan greyið mann aðeins of mikið um ævina.

Hreggviður Óli Ingibergsson
[HHS] alls ekki! Eg er bara að benda á það og það virkilega óskýrt hvað þetta er fáránlega tilgangslaust vandamál sem einhverjar hetjur réttlætisins eru búnar að búa til. Að hugsa sér, það er gert að mínu vandamáli að einhver annar er hneykslaður. Sjálfur er mér slétt sama hvort þessi dagatöl fá að hanga eður ei, internetið var fundið upp til þess að veita þessa þjónustu. En mér þætti vænt um það að fólk myndi hysja upp um sig og hætta að gera sín eigin vandamál, sínar eigin skoðanir að hugarangri fyrir aðra. Þetta er einhver mesta sjálfselska sem fyrir finnst. Að hugsa sér, hneykslist einhver á þessu sem ég skrifa þá breytir það lífi mínu ekki neitt. Þessu er ekki beint að þér, því rétt eins og fyrir öllum öðrum manneskjum þá ber ég virðingu fyrir þér.

Eiður Þórarinsson
allar kellingar í búrku ..og ekkert kjaftæði ,,

Guðjón Þór Pétursson
Af hverju er þetta svona viðkvæmt á verkstæðum en ekki í sundi????????????????????

Inger Østlund
Serdu mun a ad vera med uteglent klofid vid fædingu eda vid innpøkkunar bordid i Kringlunni? Ef svo er veistu svarid ef ekki tha get eg ekki svarad ther 🤡

Rúnar Jóhannsson
Inger Østlund 99,9999999% af þessum dagatölum eru af berbrjósta konum með fallegt landslag eða álíka í bakgrun, ég hef reyndar ekki séð dagatal með konum með útglent klofið. Samlíkingin þín er bara kolröng og á enganvegin við.
Varstu á móti frelsum gerivörtuna byltingunni?

Kristján Óskarsson
ÖLLU MÁ OFGERA HERRA ÞORBJÖRN!

Jón Hilmar Indriðason
Síðast þegar ég sá svona dagatal en það eru komin nokkur ár síðan, þá voru þetta gullfallegar léttklæddar konur sem voru á dagatalinu. Þessar konur fengu örugglega miklu meira borgað fyrir að sitja fyrir heldur en ég fékk fyrir 1 mánuð í vinnunni, og voru 100 % ekki neyddar í myndatökuna. Þegar ég horfði á þessar dagatalsmyndir þá voru engar ljótar hugsanir sem komu upp, heldur var það þvílík fegurð. Það er ekkert ljótt að finnast kvenlíkaminn fallegur. Common þetta er komið úr í öfgar.

Efnisorð: , , , ,