föstudagur, desember 29, 2017

Fótboltamannasorgir og framhaldsaga Fréttablaðsins

Aftur komu athugasemdasemjarar á óvart. Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, þoldi ekki að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefði hlotið titilinn íþróttamaður ársins. Það var samt ekki bara vegna þess að hann vildi að fótboltakall fengi titilinn í stað golfspilara, heldur vegna þess að karlmaðurinn sem vann í fyrra tapaði fyrir konu. Sem er auðvitað óásættanlegt í huga Geirs.

Nema hvað, það var nánast einróma álit þeirra sem tjáðu sig um tilfinningalegt uppnám Geirs að hann hefði kolrangt fyrir sér, og voru á þeirri skoðun að Ólafía væri vel að titlinum komin. Þessu hefði ég ekki átt von á.


Hinsvegar olli Fréttablaðið mér vonbrigðum í morgun. Síðan á þorláksmessu hefur verið hægt að lesa æsispennandi framhaldssögu með óvæntum vendingum í hverju tölublaði. En svo í morgun — ekkert.












Ég bíð spennt eftir að vita hvar Albertínu Friðbjörgu ber niður næst.


Efnisorð: , ,