fimmtudagur, desember 21, 2017

Diana Athill

Endurminningabókin Somewhere Towards the End er eina bókin sem ég hef lesið eftir Diönu Athill en lesturinn var svo ánægjulegur að hún varð umsvifalaust uppáhalds rithöfundurinn minn. Hún var níræð þegar bókin kom út, síðan þá hefur hún skrifað nokkrar bækur og er enn að. Hún varð hundrað ára í dag.

Fyrir aðdáendur jafnt sem fólk sem ekkert þekkir til, er óhætt að mæla með viðtali sem The Guardian tók við Diönu Athill fyrir nokkrum dögum. Það er nokkuð magnað að þarna er talað við konu sem fæddist meðan heimsstyrjöldin fyrri geisaði.

Efnisorð: