fimmtudagur, nóvember 23, 2017

Hreinsanir ársins

Mörgum er árið í fyrra helst minnisstætt fyrir það að fjöldi heimsþekktra karla og kvenna féllu frá. Auðvitað deyr frægt fólk á hverju ári en árið 2016 virtist sem óvenjumargar vinsælar stórstjörnur yfirgæfu jarðvistina, því þar á meðal voru David Bowie, Prince, George Michael, Mohamed Ali, Gene Wilder, Alan Rickman, Zsa Zsa Gabor, og mæðgurnar Carrie Fisher og Debbie Reynolds.


Árið í ár ætlar að verða allt öðruvísi, því nú þeir kallar sem lúta í gras af síðra tagi, og er þá ekki bara átt við dauðsföll.*

Hugh Hefner drapst.*
Charles Manson drapst.
Robert Mugabe var steypt af stóli.**

Sé litið til þessa, er 2017 ekki svo slæmt ár.


___
* Því miður hefur klámkallakúltúrinn ekki horfið með honum.
** Eftirmaður Mugabe er sennilega lítið skárri, en hey, hann er allavega ekki Mugabe.

Hér mætti bæta við tíðindum dagsins: Geir H. Haarde fékk blauta tusku í andlitið frá Mannréttindadómstól Evrópu — en það er líklega ósmekklegt að telja Geir upp með þessum mönnum. Þessvegna er þetta hér, alveg sér.

Efnisorð: ,