fimmtudagur, janúar 04, 2018

Orð ársins 2017

Orð ársins 2017 er epalhommi. Það á sér nokkra sögu, og auglýsingin sem Epal birti í framhaldinu var frábær. Líklega hefur auglýsingin ýtt undir að epalhommi varð fyrir valinu sem orð ársins, en fyrirfram hefði ég haldið að andstæðingar Hildar Lilliendahl hefðu reynt að kjósa gegn því, bara svona útaf því að hún 'á' það.

Sannarlega eru ekki allir glaðir með þetta val. Aðeins einn (þekktur andfeministi sem leggur fæð á Hildi Lilliendahl) er búinn að gera athugasemd við frétt Vísis um kjörið þegar þetta er ritað, og hann hefur þetta að segja:
„Hefði Egill Einarsson getað átt orð ársins með því að kalla Jóhönnu Sigurðardóttur Kolaportslessu?“
Mikið er leiðinlegt að Einar Steingrímsson varð ekki háskólarektor, svona vandaður maður og íhugull.


Efnisorð: ,