sunnudagur, janúar 07, 2018

Er „í bili“ teygjanlegt hugtak?

Hallgrímur Helgason var í viðtali við Víðsjá af því tilefni að hann hlaut viðurkenningu rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins. Þar var hann spurður um þátttöku sína í þjóðmálaumræðu undanfarinn áratug. Hann sagði þá þetta.
„Stundum finnst mér þetta bara vera tímaeyðsla, því árangurinn er nánast enginn. VG fer í stjórn með Bjarna Ben, sama hversu mikið maður er búinn að hamast á honum og sýna hversu spilltur stjórnmálamaður hann er. Þetta ærir mann bara og maður hefur tilhneigingu til að gefast upp í bili, snúa sér að heimilissælunni og litla barninu.“
Mér finnst áhugavert að Hallgrímur talar um að „gefast upp í bili“. Sjálfri finnst mér einsog ég hafi gefist upp fyrir fullt og fast, fái aldrei áhuga á pólitík aftur.

Efnisorð: ,