miðvikudagur, desember 07, 2016

Flest verður rasistum að gleðiefni

Fréttin um að hælisleitandi hefði kveikt í sér og hefði brunnið illa vakti með mér sorg og hrylling. Veslings maðurinn að líða svo illa að sjá þetta sem sitt eina úrræði.

Svo hugsaði ég ekkert um þetta í marga klukkutíma, svona eins og oft er með fréttir sem þó hreyfa við manni. En svo gerði ég þau mistök að lesa frétt um þennan atburð á Vísi — og athugasemdirnar. Mér ofbauð alveg en setti undir mig hausinn og las líka athugasemdir á DV. Nú veit ég auðvitað ekkert hvort allt þetta fólk er að skrifa undir réttu nafni, en ef svo er þá vil ég að orð þeirra séu vandlega skrásett. Hugsunarháttur þeirra sem svona skrifa er hræðilegur.


Guðjón Jónsson, á DV:
„Það er ekki verið að spara bensínið, og ríkið borgar það fyrir hann.“

Gummi Jóns, á DV:
„Um að gera að lýsa upp skammdegið.“

Karen Anna Sveinsdottir, á DV:
„Andskotin er buið að slökkva eg sem ætlaði í bónus og ná í Sykur púða. Hringja svo í árna johnesen djöful jæja verð þá bara að bíða til næstu þjóðhátíðar“

Lúðvík Finnsson, á DV:
„Hann er hepinn að velja þennan tíma þvi bensínið á að hæka um áramótin.“

Lúðvík Finnsson [aftur, svar við athugasemd], á DV:
„Þessi hundur var örugglega minna þjófótur en sumir hælisleitendurnir.“

Lúðvík Finnsson [aftur, svar við athugasemd], á DV:
„Ég þarf ekkert að skammast mín þetta fólk kemur mér ekkert við og má kveikja í sér ef það vill.“

Ragnar Þóroddsson, á Vísi:
„setja þá alla á áramótabrennurnar!!!!!“

Svanur Eliasson, á Vísi:
„Úr landi með þetta helvítis pakk. Kyndlar sem ekki kyndlar. Þetta er að verða þvílíkur ófögnuður sem maður gæti orðið heitur út í vegna djðfuls frekju.“


Fleiri rasistar viðruðu skoðanir sínar en ekki af slíkri gengdarlausri mannfyrirlitningu.






Efnisorð: ,