laugardagur, nóvember 05, 2016

Kvíðakast sem nær yfir tvær heimsálfur

Enda þótt ég hafi sveiflast undanfarna daga milli vonar og ótta; vonað að stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokksins renni út í sandinn og óttast að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, þá er það óðum að snúast uppí eitt allsherjar kvíðakast. Því hvað ef hér verður sterk hægri stjórn með Engeyinga við stjórnvölinn - eða það sem verra er: ef nú VG missir vitið og fer í stjórn með Sjöllum?

Svo ekki sé minnst á hin kosningaúrslitin sem eru kvíðvænleg fyrir alla heimsbyggðina: hvað ef klikkhausinn Trump verður forseti Bandaríkjanna?

Þetta er óþolandi óvissa.