Samfylkingin og Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Ríkisstjórnin 2009-2013
Lesendum til hughreystingar er þessi pistill mun styttri en sá síðasti. Til að flýta fyrir mér tók ég til handargagns upptalningu sem Davíð Kristjánsson ku hafa tekið saman (ég veit ekkert hver sá maður er, en fann textann hér) og er ekki beinlínis splúnkuný. En mér finnst mikilvægt að telja upp ýmis afrek ríkisstjórnarinnar sem tók við eftir bankahrun og búsáhaldabyltingu.
„Nokkur atriði af því sem ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu gerði:
• Afnámu sérstök lífeyrisréttindi ráðherra og þingmanna
• Breyttu lögum um Seðlabankann. Þá var í fyrsta sinn í sögunni gerð hæfniskrafa til Seðlabankastjóra sem fram til þess dags komu flestir úr stjórnmálum með skelfilegum afleiðingum fyrir okkur öll.
• Settu á sérstakan hóp sérfræðinga úr Seðlabankanum og utan hans til að leggja mat á efnahagslífið með tilliti til vaxta
• Breyttu lögum um skipan dómara sem komu í veg fyrir vina- og ættingjaráðningar í stöðu dómara
• Verðbólga fór úr 20% í 3% á kjörtímabilinu.
• Vextir lækkuðu úr 20% í 5% á kjörtímabilinu
• Halli á rekstri ríkissjóðs fór úr 216 milljörðum í núll á kjörtímabilinu. (Náðu þeim árangri með því að afla tekna til jafns við óhjákvæmilegan niðurskurð).
• Sérstakur þrepaskiptur tekjuskattur var lagður á, því hærri sem launin voru því hærri skattprósenta.
• Hækkuðu ekki skatta á lægstu laun
• Lögðu á auðlegðarskatt
• Endurgreiddu um þriðjung af vöxtum sem fólk greiddi af húsnæðislánum sínum
• Settu 12 milljarða í sérstakar vaxtabætur
• Hækkuðu almennar vaxtabætur
• Gripu til ýmissa aðgerða sem tugþúsundir heimila nýttu sér og eru verðlagaðar á um 85 milljarða króna
• Opnuðu nýjar leiðir fyrir ungt fólk til að hefja aftur nám í stað þess að vera án atvinnu.
(Nærri 1.500 nýir námsmenn fóru í Háskóla Íslands vegna þeirra aðgerða).
• Tóku upp víðtækt samráð við aðila vinnumarkaðarins um nýjar leiðir til náms fyrir ungt fólk
• Vörðu atvinnu með því að auka tekjur í stað þess að skera endalaust niður
• Settu sanngjarnt veiðigjald á útgerðina fyrst allra þjóða
• Læstu þrotabú gömlu bankanna inni í landi með lagasetningu í mars 2012. Án þeirra laga væri ekki hægt að semja um lausn á uppgjöri þrotabúanna. Framsókn og íhaldið greiddu atkvæði á móti lagasetningunni.
• Settu lög um hvernig á að standa að sölu fjármálafyrirtækja í eigu eða hlutaeigu ríkisins til að koma í veg fyrir aðra einkavæðingu. Íhaldið og framsókn greiddu atkvæði á móti.
• Sögðu upp öllum aukasamningum við starfsfólks stjórnarráðsins, t.d. vegna notkunar á bíl og fleira. Aðeins greitt samkvæmt reikningum eftir það
• Skáru verulega niður í utanlandsferðum ráðherra, þingmanna og embættismanna
• Aðeins formenn þingmanna fóru erlendis á fundi og varamenn fóru ekki í þeirra stað
• Lækkuðu laun þingmanna og hæstu laun embættismanna
• Settu siðarelgur fyrir ríkisstjórn og ráðherra
• Fækkuðu ráðuneytum úr 18 í 8
• Fækkuðu ráðherrum úr 12 í 8
• Gerðu umhverfisráðuneytið að fullbúnu öflugu ráðhuneyti
• Settu fram og samþykktum áætlun um verndun og nýtingu náttúruauðlinda
• Breyttu lögum um þingsköp Alþingis sem juku mjög vægi minnihlutans
• Fækkuðu þingnefndum
• Buðu stjórnarandstöðunni upp á formennsku í nefndnum
• Breyttu gjaldþrotalögum til að hjálpa því fólki sem komst ekki undan gjaldþroti
• Efldu fjármálaeftirlitið á kostnað bankanna
• Breyttu lögum um bankastarfsemi m.a. til að gera lágmarkskröfur um hæfni stjórnenda þeirra sem ekki hafði verið gert áður
• Lækkuðu dráttarvexti
• Breyttu reglum íbúðalánasjóðs til að draga úr greiðslubyrði heimila
• Gerðu umfangsmikla kjarasamninga í miðri kreppunni árið 2011
• Náðu að halda friði á vinnumarkaðinum allt kjörtímabilið þrátt fyrir alla erfiðleikana
• Juku framlög til velferðarmála úr 6,8% af landsframleiðslu í 7,8%
• Fjölguðu framhaldsskólum til að auka námsframboð fyrir ungt fólk
• Minnkuðum atvinnuleysi úr tæpum 10% í 4%
• Sendu AGS úr landi fyrr en áætlað var í upphafi
• Byrjuðu að endurgreiða lán sem norðurlöndin veittu okkur
• Endurgreiddum Færeyingum allt það sem þeir lánuðu okkur af rausnarskap sínum
• Losuðu okkur undan hryðjuverkjalögum sem Bretar settu á okkur undir hægristjórninni
• Héldu heilbrigðiskerfinu gangandi sem var ekkert sjálfsagt að hægt væri að gera
• Gerðu samkomulag við stjórnendur og starfsfólk Landspítalans um aðhald í rekstri til fjögurra ára og síðan uppbyggingu m.a. nýtt sjúkrahús
• Settu nokkrar stórframkvæmdir í gang í vegamálum
• Samþykktu og fjármögnuðu að fullu sérstaka fjárfestingaráætlun sem núverandi ríkisstjórn sló af
• Hæddust ekki að almenningi
• Gerðu ekki grín að mótmælendum
• Kvörtuðu ekki undan gagnrýni, heldur svöruðu henni með rökum
• Létu vinna ótal greiningar og skoðanir á stöðu almennings, nánast alltaf í samráði við aðra stjórnmálaflokka
• Veittu stjórnarandstöðunni aðgang að efnahagsráðgjöfum ríkisstjórnarinnar og embættismönnum við að skoða og gera úttektir á hugmyndum og tillögum sem andstaða vildi láta gera.
Nokkuð gott. Ekki satt?"
Við þetta má svo bæta að Jóhönnustjórnin gerði það sem núverandi stjórn kallar pólitískan ómöguleika; að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um málefni sem hún sjálf er ekki fylgjandi. Og hlíta niðurstöðunni.
Samfylkingin
Allt frá upphafi hef ég haft blendnar tilfinningar til Samfylkingarinnar. Margt í stefnu hennar hef ég getað tekið undir (jafnaðarhugsjónin, feminismi), annað fælt mig frá (virkjanagleði, þriðja leiðin, og hægri kratar yfirleitt). Innan flokksins hafa verið mikilvægar kvenfyrirmyndir, og gott og skemmtilegt fólk upp til hópa, þótt auðvitað hafi einhverjir flokkmenn farið í taugarnar á mér einsog gengur. Annars skrifaði Hallgrímur Helgason svo frábæra grein nú í vikunni um Samfylkinguna, sem er eins og töluð úr mínu hjarta. Mér hefur einmitt líka runnið til rifja hvað Samfylkingin er óvinsæl og ég vil allsekki að hún hverfi af þingi. Það styttir mér heilmikið leið að því að útskýra tilfinningar mínar í garð Samfylkingarinnar að láta Hallgrími það eftir. Hér kemur því tengill á grein Hallgríms og svo laumast ég til að birta þetta litla brot:
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Vinstri græn voru augljós kostur með Samfylkingunni í stjórn eftir búsáhaldabyltingu og kjósendur staðfestu það val í kosningunum tæpum þremur mánuðum síðar. Nokkrum dögum fyrir kosningarnar sem haldnar voru í apríl 2009 var ég að velta fyrir mér hvort þessu bráðabirgða-ríkisstjórnarsamstarfi Samfylkingar og Vinstri grænna yrði haldið áfram, og rifjaði þá upp hverskonar flokkur VG hafði verið fram að þessu.
„Vinstri græn hafa þá sérstöðu að hafa talað gegn græðgisvæðingunni, klámvæðingunni, ójöfnuðinum í þjóðfélaginu, neysluhyggjunni, ofurlaununum, bankasölunni og svo mætti lengi telja. Í stuttu máli sagt: vöruðu við og tóku ekki þátt. Fyrir þetta var hlegið að þeim og gert lítið úr þeim en þau héldu samt sínu striki án þess að láta afvegaleiðast og taka þátt í spillingunni. Vinstri græn voru ekki í klappliði útrásarvíkinganna og þáðu ekki „styrki“ frá þeim eða bönkunum.“
Mér finnst mikilvægt að það gleymist ekki að VG var sá flokkur á þingi sem gagnrýndi gróðærið meðan á því stóð, ekki bara eftirá eins og allir hinir.
Ári síðar sagði ég svo þetta, að gefnu tilefni:
Þess má geta að Vinstrihreyfingin – grænt framboð var sá flokkur sem kom best út úr loftslagsrýni Loftslags með 64 stig af 100 mögulegum. „Gefnar voru einkunnir út frá sjö þáttum en þeir þættir sem skiptu hvað mestu máli fyrir niðurstöðu greiningarinnar voru: hvort flokkurinn væri með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu, hvort flokkurinn hefði sett sér tölu- og/eða tímasett markmið varðandi samdrátt í losun CO2 og hvort gert væri ráð fyrir kolefnisgjaldi eða hagrænum hvötum á losun gróðurhúsalofttegunda.“
Og nú þegar búið er að hreinsa andrúmsloftið er hægt að snúa sér aftur að því sem er gott og jákvætt við Vinstrihreyfinguna - grænt framboð.
Greinin hans Hallgríms Helgasonar er ekki bara um Samfylkinguna heldur líka VG — enda verða þessir tveir flokkar alltaf tengdir í hugum okkar vegna stjórnarsamstarfsins á einhverjum erfiðistu tímum íslenska lýðveldisins. Hallgrímur hrósar VG í hástert:
Þetta er ekki léleg einkunn sem Hallgrímur gefur Vinstri grænum, og sannarlega er formaður VG einstakur að öllu leyti. Katrín Jakobsdóttir heillar fólk langt út fyrir raðir fylgismanna flokksins og hefur lengi verið vinsælasti stjórnmálamaðurinn á þingi. Hún er þó ekki ein í framboði, og þegar ég sá framboðslista Vinstri grænna sannfærðist ég endanlega um að ég yrði að merkja x við V að þessu sinni. Sem dæmi má nefna að í Suðvesturkjördæmi er Sigursteinn Másson á lista, en hann ber dýraverndarmál mjög fyrir brjósti. Á listanum í Reykjavíkurkjördæmi norður, sem er mitt kjördæmi, er ekki bara Katrín Jakobsdóttir heldur tónlistarmaðurinn Kött Grá Pje og Ragnar Kjartansson borgarlistamaður Reykjavíkurborgar 2016.
(Þótt ég telji hér upp karla þá er VG sá flokkur sem kom hvað best út þegar kynjahlutföll á framboðslistum eru skoðuð. Vinstri græn eru með ívið fleiri konur en karla á lista og eru með konur efstar á lista í flestum kjördæmum, þó ekki í norðausturkjördæmi því þar tefla hreinlega allir flokkarnir fram körlum.)
Ragnar er stjarnan í frábærum (ok misfrábærum) kosningamyndböndum fyrir VG. Ég hélt að mér þætti „Vinstri græn græða líka á daginn, og grilla á kvöldin“ myndbandið best, en það var áður en ég sá „Álver, aflandsfélög og ljót bindi“. Þvílíkur snilldarliðsauki sem Ragnar er!
Lokaorð
Ég hef alltaf kosið til vinstri. Nú eru óvenju margir flokkar með félagshyggjuáherslur, jafnvel má segja að allir flokkar gangi vinstra megin uppað kjósendum með sama loforðið um að efla heilbrigðiskerfið og velferðarkerfið. Hjá sumum þeirra hafa slíkar yfirlýsingar holari hljóm en öðrum. Eins og mér er nú að mörgu leyti hlýtt til Samfylkingarinnar þá sé ég ekki ástæðu til að láta af stuðningi mínum við VG og Katrínu. Ég hef ekki séð eftir atkvæðinu mínu til þeirra hingað til, og býst ekki við að verði nein breyting á því í þetta sinn.
Það er mér því ánægja að endurtaka það sem ég sagði síðast þegar ég kaus í þingkosningum:
„Ég er vinstri sinnaður feministi og ég kýs Vinstri græn.“
Lesendum til hughreystingar er þessi pistill mun styttri en sá síðasti. Til að flýta fyrir mér tók ég til handargagns upptalningu sem Davíð Kristjánsson ku hafa tekið saman (ég veit ekkert hver sá maður er, en fann textann hér) og er ekki beinlínis splúnkuný. En mér finnst mikilvægt að telja upp ýmis afrek ríkisstjórnarinnar sem tók við eftir bankahrun og búsáhaldabyltingu.
„Nokkur atriði af því sem ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu gerði:
• Afnámu sérstök lífeyrisréttindi ráðherra og þingmanna
• Breyttu lögum um Seðlabankann. Þá var í fyrsta sinn í sögunni gerð hæfniskrafa til Seðlabankastjóra sem fram til þess dags komu flestir úr stjórnmálum með skelfilegum afleiðingum fyrir okkur öll.
• Settu á sérstakan hóp sérfræðinga úr Seðlabankanum og utan hans til að leggja mat á efnahagslífið með tilliti til vaxta
• Breyttu lögum um skipan dómara sem komu í veg fyrir vina- og ættingjaráðningar í stöðu dómara
• Verðbólga fór úr 20% í 3% á kjörtímabilinu.
• Vextir lækkuðu úr 20% í 5% á kjörtímabilinu
• Halli á rekstri ríkissjóðs fór úr 216 milljörðum í núll á kjörtímabilinu. (Náðu þeim árangri með því að afla tekna til jafns við óhjákvæmilegan niðurskurð).
• Sérstakur þrepaskiptur tekjuskattur var lagður á, því hærri sem launin voru því hærri skattprósenta.
• Hækkuðu ekki skatta á lægstu laun
• Lögðu á auðlegðarskatt
• Endurgreiddu um þriðjung af vöxtum sem fólk greiddi af húsnæðislánum sínum
• Settu 12 milljarða í sérstakar vaxtabætur
• Hækkuðu almennar vaxtabætur
• Gripu til ýmissa aðgerða sem tugþúsundir heimila nýttu sér og eru verðlagaðar á um 85 milljarða króna
• Opnuðu nýjar leiðir fyrir ungt fólk til að hefja aftur nám í stað þess að vera án atvinnu.
(Nærri 1.500 nýir námsmenn fóru í Háskóla Íslands vegna þeirra aðgerða).
• Tóku upp víðtækt samráð við aðila vinnumarkaðarins um nýjar leiðir til náms fyrir ungt fólk
• Vörðu atvinnu með því að auka tekjur í stað þess að skera endalaust niður
• Settu sanngjarnt veiðigjald á útgerðina fyrst allra þjóða
• Læstu þrotabú gömlu bankanna inni í landi með lagasetningu í mars 2012. Án þeirra laga væri ekki hægt að semja um lausn á uppgjöri þrotabúanna. Framsókn og íhaldið greiddu atkvæði á móti lagasetningunni.
• Settu lög um hvernig á að standa að sölu fjármálafyrirtækja í eigu eða hlutaeigu ríkisins til að koma í veg fyrir aðra einkavæðingu. Íhaldið og framsókn greiddu atkvæði á móti.
• Sögðu upp öllum aukasamningum við starfsfólks stjórnarráðsins, t.d. vegna notkunar á bíl og fleira. Aðeins greitt samkvæmt reikningum eftir það
• Skáru verulega niður í utanlandsferðum ráðherra, þingmanna og embættismanna
• Aðeins formenn þingmanna fóru erlendis á fundi og varamenn fóru ekki í þeirra stað
• Lækkuðu laun þingmanna og hæstu laun embættismanna
• Settu siðarelgur fyrir ríkisstjórn og ráðherra
• Fækkuðu ráðuneytum úr 18 í 8
• Fækkuðu ráðherrum úr 12 í 8
• Gerðu umhverfisráðuneytið að fullbúnu öflugu ráðhuneyti
• Settu fram og samþykktum áætlun um verndun og nýtingu náttúruauðlinda
• Breyttu lögum um þingsköp Alþingis sem juku mjög vægi minnihlutans
• Fækkuðu þingnefndum
• Buðu stjórnarandstöðunni upp á formennsku í nefndnum
• Breyttu gjaldþrotalögum til að hjálpa því fólki sem komst ekki undan gjaldþroti
• Efldu fjármálaeftirlitið á kostnað bankanna
• Breyttu lögum um bankastarfsemi m.a. til að gera lágmarkskröfur um hæfni stjórnenda þeirra sem ekki hafði verið gert áður
• Lækkuðu dráttarvexti
• Breyttu reglum íbúðalánasjóðs til að draga úr greiðslubyrði heimila
• Gerðu umfangsmikla kjarasamninga í miðri kreppunni árið 2011
• Náðu að halda friði á vinnumarkaðinum allt kjörtímabilið þrátt fyrir alla erfiðleikana
• Juku framlög til velferðarmála úr 6,8% af landsframleiðslu í 7,8%
• Fjölguðu framhaldsskólum til að auka námsframboð fyrir ungt fólk
• Minnkuðum atvinnuleysi úr tæpum 10% í 4%
• Sendu AGS úr landi fyrr en áætlað var í upphafi
• Byrjuðu að endurgreiða lán sem norðurlöndin veittu okkur
• Endurgreiddum Færeyingum allt það sem þeir lánuðu okkur af rausnarskap sínum
• Losuðu okkur undan hryðjuverkjalögum sem Bretar settu á okkur undir hægristjórninni
• Héldu heilbrigðiskerfinu gangandi sem var ekkert sjálfsagt að hægt væri að gera
• Gerðu samkomulag við stjórnendur og starfsfólk Landspítalans um aðhald í rekstri til fjögurra ára og síðan uppbyggingu m.a. nýtt sjúkrahús
• Settu nokkrar stórframkvæmdir í gang í vegamálum
• Samþykktu og fjármögnuðu að fullu sérstaka fjárfestingaráætlun sem núverandi ríkisstjórn sló af
• Hæddust ekki að almenningi
• Gerðu ekki grín að mótmælendum
• Kvörtuðu ekki undan gagnrýni, heldur svöruðu henni með rökum
• Létu vinna ótal greiningar og skoðanir á stöðu almennings, nánast alltaf í samráði við aðra stjórnmálaflokka
• Veittu stjórnarandstöðunni aðgang að efnahagsráðgjöfum ríkisstjórnarinnar og embættismönnum við að skoða og gera úttektir á hugmyndum og tillögum sem andstaða vildi láta gera.
Nokkuð gott. Ekki satt?"
Við þetta má svo bæta að Jóhönnustjórnin gerði það sem núverandi stjórn kallar pólitískan ómöguleika; að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um málefni sem hún sjálf er ekki fylgjandi. Og hlíta niðurstöðunni.
Samfylkingin
Allt frá upphafi hef ég haft blendnar tilfinningar til Samfylkingarinnar. Margt í stefnu hennar hef ég getað tekið undir (jafnaðarhugsjónin, feminismi), annað fælt mig frá (virkjanagleði, þriðja leiðin, og hægri kratar yfirleitt). Innan flokksins hafa verið mikilvægar kvenfyrirmyndir, og gott og skemmtilegt fólk upp til hópa, þótt auðvitað hafi einhverjir flokkmenn farið í taugarnar á mér einsog gengur. Annars skrifaði Hallgrímur Helgason svo frábæra grein nú í vikunni um Samfylkinguna, sem er eins og töluð úr mínu hjarta. Mér hefur einmitt líka runnið til rifja hvað Samfylkingin er óvinsæl og ég vil allsekki að hún hverfi af þingi. Það styttir mér heilmikið leið að því að útskýra tilfinningar mínar í garð Samfylkingarinnar að láta Hallgrími það eftir. Hér kemur því tengill á grein Hallgríms og svo laumast ég til að birta þetta litla brot:
„En burtséð frá persónulegum högum, þá skilur maður ekki alveg þetta flokkshrun og má ekki til þess hugsa að Samfylkingin skreppi svona mikið saman, hún er jú flokksmóðirin mikla, móðir stefnu og strauma. Hún er eins og einstæða móðirin sem glímt hefur við stóru málin allt sitt líf, unnið sigra en lent í mótlæti, og nú síðustu árin glímt við talsverð innanmein, á meðan „börnin“ hennar, hin pönkaða Björt og hin ráðsetta Viðreisn, ásamt svitalyktandi nörda-skábarninu Pírata, blómstra með móðurarfinn og áhrifin frá henni í vasanum.“
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Vinstri græn voru augljós kostur með Samfylkingunni í stjórn eftir búsáhaldabyltingu og kjósendur staðfestu það val í kosningunum tæpum þremur mánuðum síðar. Nokkrum dögum fyrir kosningarnar sem haldnar voru í apríl 2009 var ég að velta fyrir mér hvort þessu bráðabirgða-ríkisstjórnarsamstarfi Samfylkingar og Vinstri grænna yrði haldið áfram, og rifjaði þá upp hverskonar flokkur VG hafði verið fram að þessu.
„Vinstri græn hafa þá sérstöðu að hafa talað gegn græðgisvæðingunni, klámvæðingunni, ójöfnuðinum í þjóðfélaginu, neysluhyggjunni, ofurlaununum, bankasölunni og svo mætti lengi telja. Í stuttu máli sagt: vöruðu við og tóku ekki þátt. Fyrir þetta var hlegið að þeim og gert lítið úr þeim en þau héldu samt sínu striki án þess að láta afvegaleiðast og taka þátt í spillingunni. Vinstri græn voru ekki í klappliði útrásarvíkinganna og þáðu ekki „styrki“ frá þeim eða bönkunum.“
Mér finnst mikilvægt að það gleymist ekki að VG var sá flokkur á þingi sem gagnrýndi gróðærið meðan á því stóð, ekki bara eftirá eins og allir hinir.
Ári síðar sagði ég svo þetta, að gefnu tilefni:
„Ég veit að fullt af fólki kaus Vinstri græn síðast vegna þess að sá flokkur einn flokka hafði hreinan skjöld í aðdraganda hrunsins — en héldu þessir kjósendur að það væri alveg óvart sem Vinstri græn studdu ekki við gróðærisgeggjunina og hefði ekkert með hugmyndafræði Vinstri grænna að gera? Að andstaða við frjálshyggju, stóriðju og eyðileggingu umhverfis í þágu skammtíma gróða, friðarbaráttan og feminisminn væri sérmál sem tengdust hvorki innbyrðis né neinu öðru?“Ég hef alltaf verið hrifin af hugmyndafræði Vinstri grænna, og var mjög ánægð með hvernig flokkurinn stóð sig í ríkisstjórn. Með undantekningum þó. Nokkur mál fóru sérstaklega fyrir brjóstið á mér: þegar gefið var leyfi til olíuvinnslu á Drekasvæðinu og þegar iðnaðaruppbygging á Bakka (kísilver CCP sem verið er að leggja umdeildar raflínur til) fékk stuðning og ívilnanir. Þetta gengur auðvitað í berhögg við umhverfisstefnu flokksins, það blasir við. Þriðja málið, sem gengur þó ekki gegn umhverfisstefnu flokksins, er ríkisábyrgð vegna Vaðlaheiðarganga, sem eru enn eitt klúðrið þarna fyrir norðan. Þessi þrjú verkefni eiga það sameiginlegt að vera öll í kjördæmi Steingríms Joð, og bera keim af leiðinda kjördæmapoti, sem mér þótti mjög miður að framámaður í VG yrði uppvís að. Vinstri græn hafa síðan lagst gegn olíuleit á Drekasvæðinu (eins og kemur fram í landsfundarályktun og viðtali í Fréttatímanum sem Sigríður Dögg Auðunsdóttir tók við Katrínu Jakobsdóttur). Það virðist því sem verið sé að stíga skref til að fjarlægja sig þessu Norðausturkjördæmisrugli, sem er vel.
Þess má geta að Vinstrihreyfingin – grænt framboð var sá flokkur sem kom best út úr loftslagsrýni Loftslags með 64 stig af 100 mögulegum. „Gefnar voru einkunnir út frá sjö þáttum en þeir þættir sem skiptu hvað mestu máli fyrir niðurstöðu greiningarinnar voru: hvort flokkurinn væri með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu, hvort flokkurinn hefði sett sér tölu- og/eða tímasett markmið varðandi samdrátt í losun CO2 og hvort gert væri ráð fyrir kolefnisgjaldi eða hagrænum hvötum á losun gróðurhúsalofttegunda.“
Og nú þegar búið er að hreinsa andrúmsloftið er hægt að snúa sér aftur að því sem er gott og jákvætt við Vinstrihreyfinguna - grænt framboð.
Greinin hans Hallgríms Helgasonar er ekki bara um Samfylkinguna heldur líka VG — enda verða þessir tveir flokkar alltaf tengdir í hugum okkar vegna stjórnarsamstarfsins á einhverjum erfiðistu tímum íslenska lýðveldisins. Hallgrímur hrósar VG í hástert:
„Hin góðu mál VG-liða eru auðvitað líka þau sem vaða uppi í dag sem aldrei fyrr, hlýnun jarðar, flóttamenn, kvenfrelsi (beitti femínisminn) og raunveruleg ástin á menningu og listum … Það besta við VG er samt góðmennskan. Því er nefnilega ekki upp á þetta fólk logið, það er í alvörunni betra, fórnfúsara, hjálpsamara og heiðarlegra en við hin, eins og konan mín er gott dæmi um. Þau líka búa eins og þau boða, formaðurinn í blokk, og á gömlum bíl… á leið út í Sorpu með ruslið sitt vandlega flokkað.“(Annað en frjálshyggjuframbjóðandi Sjálfstæðisflokksins ...)
Þetta er ekki léleg einkunn sem Hallgrímur gefur Vinstri grænum, og sannarlega er formaður VG einstakur að öllu leyti. Katrín Jakobsdóttir heillar fólk langt út fyrir raðir fylgismanna flokksins og hefur lengi verið vinsælasti stjórnmálamaðurinn á þingi. Hún er þó ekki ein í framboði, og þegar ég sá framboðslista Vinstri grænna sannfærðist ég endanlega um að ég yrði að merkja x við V að þessu sinni. Sem dæmi má nefna að í Suðvesturkjördæmi er Sigursteinn Másson á lista, en hann ber dýraverndarmál mjög fyrir brjósti. Á listanum í Reykjavíkurkjördæmi norður, sem er mitt kjördæmi, er ekki bara Katrín Jakobsdóttir heldur tónlistarmaðurinn Kött Grá Pje og Ragnar Kjartansson borgarlistamaður Reykjavíkurborgar 2016.
(Þótt ég telji hér upp karla þá er VG sá flokkur sem kom hvað best út þegar kynjahlutföll á framboðslistum eru skoðuð. Vinstri græn eru með ívið fleiri konur en karla á lista og eru með konur efstar á lista í flestum kjördæmum, þó ekki í norðausturkjördæmi því þar tefla hreinlega allir flokkarnir fram körlum.)
Ragnar er stjarnan í frábærum (ok misfrábærum) kosningamyndböndum fyrir VG. Ég hélt að mér þætti „Vinstri græn græða líka á daginn, og grilla á kvöldin“ myndbandið best, en það var áður en ég sá „Álver, aflandsfélög og ljót bindi“. Þvílíkur snilldarliðsauki sem Ragnar er!
Lokaorð
Ég hef alltaf kosið til vinstri. Nú eru óvenju margir flokkar með félagshyggjuáherslur, jafnvel má segja að allir flokkar gangi vinstra megin uppað kjósendum með sama loforðið um að efla heilbrigðiskerfið og velferðarkerfið. Hjá sumum þeirra hafa slíkar yfirlýsingar holari hljóm en öðrum. Eins og mér er nú að mörgu leyti hlýtt til Samfylkingarinnar þá sé ég ekki ástæðu til að láta af stuðningi mínum við VG og Katrínu. Ég hef ekki séð eftir atkvæðinu mínu til þeirra hingað til, og býst ekki við að verði nein breyting á því í þetta sinn.
Það er mér því ánægja að endurtaka það sem ég sagði síðast þegar ég kaus í þingkosningum:
„Ég er vinstri sinnaður feministi og ég kýs Vinstri græn.“
Efnisorð: kosningar
<< Home