mánudagur, desember 12, 2016

Enginn hörgull á ummælum rasista

Hælisleitandinn sem kveikti í sér lést í dag. Það er hræðilegt að vita til þjáninganna sem hann hlýtur að hafa liðið.

Ekki er opið fyrir athugasemdir við fréttir um dauða hans hjá DV eða Vísi. Þessir fjölmiðlar fylgdust aðgerðarlausir með um daginn þegar hæðst var að hælisleitandanum í athugasemdum við fréttir af örþrifaráði hans.

Eftir að ég birti sum þessara ummæla í síðasta bloggpistli bættust fleiri við, og þá við frétt á DV þar sem sagði frá hatursfullum ummælum við fyrri fréttir. Semsagt: DV gerir frétt um ógeðslegu kommentin sem þeir sjálfir leyfðu. Og þá bættist í hópinn á nýju fréttina. Það magnaða er að þeim var ekki eytt úr athugasemdakerfi DV heldur standa þar enn þegar þetta er skrifað. Það er með miklum ólíkindum. Hér eru þau svæsnustu.


Birkir Jónsson:
„Ég ætla að þakka manninum fyrir að hafa kveikt í sjálfum sér aðeins, en ekki heilum skóla, öðru fólki eða valda öðrum skaða. Ekki víst að aðrir hugsi svona og skaði annað saklaust fólk frekar.“

Guðrún Ruiz Lennert:
„Því fallegt af honum að lýsa það svona upp fyrir okkur (stolið hér að ofan).“

Guðrún Ruiz Lennert:
„Kærleikur minn endar þar sem íkveikjan byrjar.
Pínu djók, enda endar kærleikur minn töluvert fyrr.“

Jon Valgeir Páls:
„var hann ekki nogu svartur fyrir?“

Sigurður Jón Kristmundsson:
„Þetta hefur orðið til að kynda undir eldfimt umræðuefni.“


Hafi þetta fólk einhverja samvisku (sem ég efast um) ætla ég rétt að vona að þau hafi iðrast þegar þau fréttu að maðurinn sem þau hæddust að lést af sárum sínum. Eða kipptu þau sér ekkert upp við fréttina?



Efnisorð: ,