þriðjudagur, apríl 13, 2010

Lýðræðistilraunin var mistök

Ég man eftir fólki sem talaði mjög niðrandi um stjórnarfar í Afríkuríkjum eftir að þau sluppu undan nýlenduveldunum. Þetta fólk sagði að hver sá svarti Afríkumaður sem komst til valda virtist líta á það sem skyldu sína að raka að sér fé á kostnað annarra landsmanna, jafnvel svo að vestrænar hjálparstofnanir þurftu að bregðast við ætti þjóðin ekki að svelta í hel. Þetta þótti vera sönnun þess að svartir menn væru ófærir um að stjórna sér sjálfir og hefðu verið betur settir undir stjórn nýlenduherranna.

Það er munur en hvað okkur hefur gengið vel, skjannahvít sem við erum.

Efnisorð: , ,