laugardagur, apríl 10, 2010

Blóðugur uppað öxlum

Það er ekki af honum Pútín stórvini mínum skafið. Skreppur í leiðangur til Póllands til að kanna aðstæður, setur upp sýndarsamúðarsvipinn* (sem er lygi; hann hefur bara einn freðýsusvip sem hann skartar við öll tilefni). Og svo ... deyr fjöldi háttsettra Pólverja sem hann átti við þessi skrítnu samskipti.

Nú stjórnar hann rannsókn á flugslysinu. Aldrei mun neitt koma þar í ljós sem bendlar hann við dauða forseta Póllands og hátt í hundrað háttsetra Pólverja annarra.

Einu sinni KGB, alltaf KGB.

___
* Verið var að minnast þess að um 22 þúsund pólskum liðsforingjum, foringjaefnum og öðrum pólskum leiðtogum var slátrað að skipan Jósefs Stalíns, þáverandi einræðisherra Sovétríkjanna og helsta átrúnaðargoðs Pútíns. Glætan að Pútín sætti sig við að Pólverjar séu eitthvað að hnýta svona í Stalín, blessaðan gamla manninn.

Efnisorð: