mánudagur, mars 15, 2010

Djöfull sem við ætlum ekkert að læra af þessu hruni

Ég er oft úrill á morgnana en þó allajafna ekki örvæntingarfull. Í morgun brá þó svo við að ég vældi „nei, nei, nei!“ þegar ég sá forsíðu Fréttablaðsins eftir að hafa sótt það í gin bréfalúgunnar. Getur í alvöru verið að ríkisstjórnin ætli að leyfa bónuskerfi í bönkum? Reynslan ætti að hafa sýnt okkur að slíkt hvatakerfi ærir óstöðuga bankastarfsmenn, hvar sem þeir eru staddir í launastiganum.

Ég örvænti fyrir hönd okkar allra hljóti þetta blessun og brautargengi. Þá stefnum við beint fram af helvítis bjargbrúninni — aftur.

Efnisorð: ,