fimmtudagur, mars 01, 2018

Strætókattagæluhúskaffi

Gleðileg dýratíðindi dagsins:

Gæludýr mega nú ferðast með strætó (með allskonar skilyrðum*).

Kattakaffihús hefur opnað á Bergstaðastræti. (Má klappa.)

Bjartur og fagur dagur í fleiri en einum skilningi.


___
* Meðal skilyrða:
- Sá sem ferðast með dýr kemur í framdyrnar til að greiða fargjald og fer síðan með gæludýr inn um aftari/miðdyr vagnsins. Gæludýr skulu vera í aftari hluta vagnsins. Farþegi sem ferðast með gæludýr skal tilkynna vagnstjóra um gæludýrið um leið og fargjald er greitt.
- Hundar mega ekki vera í útdraganlegum taumi.

Hmm. Þarf hundurinn að bíða úti bundinn við ljósastaur meðan eigandinn er inni í vagninum að borga?

Efnisorð: