sunnudagur, júlí 16, 2017

Þrettándi var kona

Það er nú svoldið hlægilegt að fylgjast með uppnáminu í breskum fjölmiðlum yfir því að kona eigi að leika þrettándu útgáfuna af Doctor Who. Doktorinn er geimvera sem deyr og kemur aftur til lífsins í nýjum líkama hverju sinni, hvers vegna ætti hann ekki að verða kona? Auk þess er fordæmi fyrir þessu í þáttunum því erkióvinur Doktorsins, sem kallaður The Master, varð að Missy (og hún ekkert smá frábær).

En karlkynsaðdáendur þáttanna eru í stórum stíl alveg í vinkil yfir því að kona leiki aðalhlutverkið, því það er í þeirra hugarheimi skýrt merki þess að pólitísk rétthugsun gangi berserksgang.

Við hin fögnum því að litlar stelpur sjái konur bjarga heiminum á hvíta tjaldinu og sjónvarpsskjánum. Karlmenn hafa haft þær fyrirmyndir lengi. Nú megum við.




Efnisorð: , ,