fimmtudagur, júlí 13, 2017

Tilkynning um viðbætur og mikilvæga lesningu

Eftir að hér á síðunni var birtur pistill um Róbert Árna Hreiðarsson barnaníðing sem fékk uppreist æru hjá forseta Íslands með fulltingi innanríkisráðuneytisins og núverandi forsætisráðherra, og hefur síðan fengið með Hæstaréttarúrskurði leyfi til að starfa sem lögmaður undir nafninu Robert Downey, hefur fjöldinn allur af fréttum og greinum birst um þetta svívirðilega mál. Neðanmáls í bloggpistlinum hefur smám saman orðið til langur listi, sem lengist með hverjum deginum, af tenglum á þessa umfjöllun.

Sömuleiðis verður bætt slóðum á tengla við laxeldispistilinn, um það mál hafa verið að birtast ótal pistlar undanfarið.

Þótt þetta hafi bara átt að vera smá bloggfréttatilkynning um hvar finna megi samsafn heimilda um þessi afar ólíku mál, þá langar mig að bæta þessu við:

Greinin sem Bergur Þór Ingólfsson og Þröstur Leó Gunnarsson birtu í Fréttablaðinu í dag (og hefur verið tekin upp í öðrum fjölmiðlum eins og merkja má á tenglasafninu við upprunalega bloggpistil minn) er algjörlega mögnuð. Hún er skrifuð af mikilli reiði, en jafnframt af yfirvegun og ískaldri gagnrýni á samfélag og ráðamenn sem veittu Róberti Árna uppreist æru. Lesið greinina hér.

Efnisorð: , ,