miðvikudagur, júní 28, 2017

Íbúasamsetning, stjórmálaskoðanir og afætuhegðun í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu

Lesið fantafína pistilinn hans Þórðar Snæs ritstjóra Kjarnans. Hún fjallar um stéttskiptingu, elítuvæðingu og meintan tekjujöfnuð, og á sér upptökk í grein um sama efni eftir fjóra lektora og prófessora við félags- og mannvísindadeild, stjórnmálafræðideild, og viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
„Í grein­inni er sú mantra að á Íslandi sé meiri efna­hags­legur og félags­legur jöfn­uður en ann­ars staðar á meðal vest­rænna þjóða sprengd með vís­inda­legri fram­setn­ingu“, segir Þórður.
„Kerfi sem gengur út á betra aðgengi að upp­lýs­ing­um, tæki­færum og fjár­munum ann­arra og því að hinar miklu sveiflur sem ein­kenna íslenskt efna­hags­kerfi vegna örgjald­mið­ils­ins fái áfram að eiga sér stað. Þetta er nefni­lega hópur sem hagn­ast bæði í nið­ur­sveiflum og upp­sveifl­um. Á meðan að þorri lands­manna – launa­fólkið sem vinnur hjá elít­unni – tekur þær aðlag­anir út í gegnum veskið og lífs­gæð­in.“
Það sem segir um íbúasamsetningu Garðabæjar og Seltjarnarness og hvernig þessi sveitarfélög (sérstaklega Seltjarnarnes) notfæra sér nálægðina við Reykjavík er einnig eftirtektarvert.
„Garða­bær og á Sel­tjarn­ar­nes eru sveit­ar­fé­lög þar sem ríkt fólk býr. Og í báðum sveit­ar­fé­lögum hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn alltaf haft hreinan meiri­hluta í sveit­ar­stjórn. Þau eru einu sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem ekki er rukkað hámarks­út­svar. Það geta þessi sveit­ar­fé­lög gert vegna þess að þau taka ekki þátt í að veita sömu þjón­ustu og hin sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Besta dæmið um þetta eru fjöldi félags­legra íbúða. Í Reykja­vík eru þær 1.901 eða 16 á hverja þús­und íbúa. Í Garðabæ eru þær 26 og á Sel­tjarn­ar­nesi eru þær tíu. Í báðum þessum sveit­ar­fé­lögum eru félags­legar íbúðir tvær á hverja þús­und íbúa. Til við­bótar fer átta sinnum meira af tekjum Reykja­vík­ur­borgar í félags­lega fjár­hags­að­stoð en hjá Sel­tjarn­ar­nesi. Reykja­vík greiðir að með­al­tali um 24 þús­und krónur í fjár­hags­að­stoð á hvern íbúa, á meðan Sel­tjarn­ar­nes greiðir að með­al­tali þrjú þús­und krónur og Garða­bær fjögur þús­und.“
Lesið greinina sjálfa ef þið viljið (26 bls.) en ekki missa af pistli Þórðar Snæs.

Svo legg ég til að Reykjavíkurborg taki Seltjarnarnes eignarnámi.

Efnisorð: ,