fimmtudagur, desember 29, 2016

Framsóknarflokkurinn skapaði mann

Í marsmánuði árið 2005 var Auðun Georg Ólafsson ráðinn fréttastjóri RÚV. Í þann tíð var hver starfsmaður Ríkisútvarpsins ráðinn af útvarpsstjóra sjálfum sem í þessu tilviki var sjálfstæðismaðurinn Markús Örn Antonsson. Það sem þótti gagnrýnivert við ráðninguna var í fyrsta lagi reynsluleysi Auðuns Georgs, og í öðru lagi að hann var tekinn framyfir fimm manns sem þóttu hæfir í starfið, og síðast en ekki síst að ráðningin þótti pólitísk og þarna væri Framsóknarflokkurinn að koma manni inn sem mundi „ekki vera með neinn sjálfkrafa uppsteyt gegn okkur framsóknarmönnum – sérstaklega ekki ef hann gerir sér ljósa grein fyrir því hverjum hann eigi starfið að þakka.“, eins og segir í ítarlegri úttekt Illuga Jökulssonar.

Það þótti semsé einsýnt að verið væri að koma framsóknarmanni að hjá Ríkisútvarpinu eingöngu vegna þess að hann væri framsóknarmaður en ekki vegna þess að hann væri hæfastur í starfið. Um þetta mál stóð mikill styrr, fréttamenn stofnunarinnar mótmæltu, Blaðamannafélag Íslands mótmælti, Alþjóðasamtök blaðamanna mótmæltu, og þegar Auðun Georg mætti loks til vinnu var það jafnframt síðasti dagurinn hans sem fréttastjóri því hann sagði (eftir ýmsar bommertur) af sér. Það þótti semsé einsýnt að verið væri að koma framsóknarmanni að hjá Ríkisútvarpinu eingöngu vegna þess að hann væri framsóknarmaður en ekki vegna þess að hann væri hæfastur í starfið. Um þetta mál stóð mikill styrr, fréttamenn stofnunarinnar mótmæltu, Blaðamannafélag Íslands mótmælti, Alþjóðasamtök blaðamanna mótmæltu, og þegar Auðun Georg mætti loks til vinnu var það jafnframt síðasti dagurinn hans sem fréttastjóri því hann sagði (eftir ýmsar bommertur) af sér.

Á þessum tíma var, séu heimildir mínar réttar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þáttastjórnandi og fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu.

Hvar stóð hann í þessu máli? Framsóknarþingmannssonurinn? Sveið Sigmundi móttökurnar sem Auðun Georg fékk? Reyndi hann að mótmæla andstöðu starfélaga sinan, leggja inn gott orð fyrir þann sem framsóknarmenn með dyggum stuðningi hins helmingaskiptaflokksins vildu í starfið? Var hann úthrópaður fyrir vikið, einangraður á vinnustaðnum? Hversu mikið situr þetta í Sigmundi?

Ég velti þessu nú bara upp svona til að taka þátt í samkvæmisleiknum Hvað í ósköpunum hrjáir Sigmund Davíð, og hversvegna hatar hann Ríkisútvarpið svona heitt? Bréfið sem hann birti í Mogganum (sem er fjölmiðill sem hann treystir) og aðrir fjölmiðlar hafa birt eða endursagt (og hægt er að lesa í heild á síðu SDG), gefur enn eina innsýnina í undarlegan þankagang Sigmundar.

Það er annars áhugavert að þarna árið 2005 skrifar Illugi að framsóknarmönnum finnist sem fréttastofan hafi lagt sig í einelti síðustu árin, og leggur þeim þessar hugsanir í munn:
„Og ætli það hafi ekki einmitt verið einelti fréttastofu Ríkisútvarpsins sem átti einhvern þátt í að við framsóknarmenn mælumst nú gang í gang með bara eitthvað kringum tíu prósenta fylgi? Þessu þarf að breyta – fréttastofan þarf að taka upp nýja háttu – þar sem okkur framsóknarmönnum er sýnd aukin virðing og vinsemd í fréttatímum – svo þar sé ekki sífellt verið að elta uppi allskonar óþægileg mál fyrir okkur framsóknarmenn.“

Er Sigmundur Davíð kannski sú afurð Framsóknarflokksins sem var ræktuð til þess að bera í sér öll særindi sem flokkurinn telur sig hafa orðið fyrir? Er hann skrímsli sem er samansafn allra ofsóknaróra og valdagræðgi Framsóknar? Það skýrir þó eitthvað.

Efnisorð: ,