mánudagur, september 12, 2016

Það skiptir nefnilega máli hver velst til forystu

Það má ýmislegt segja og fátt fallegt um niðurstöður í prófkjörum þar sem þingkonum var bægt frá efstu sætum af samflokksfólki sínu. Öllu verri eru þó tíðindin um veikindi Hillary Clinton. Tilhugsunin um að hún geti ekki klárað kosningabaráttuna, og Trump eigi þar með greiða leið í forsetastól er vægast sagt skelfileg.

Nóg er að hafa einn klikkhaus sem sprengir kjarnorkusprengjur bara til að derra sig við umheiminn.



Efnisorð: , , ,