fimmtudagur, júní 29, 2006

Vændi

Þegar rætt er um vændi er reynt að láta líta út fyrir að vændi hafi alltaf verið til og karlmenn hafi alltaf sótt í það. Ég man nú svo langt aftur að það þótti meiriháttar skömm að kaupa sér vændiskonu. Allir almennilegir karlmenn gætu náð sér í konu og það væri ókarlmannlegt að þurfa að borga fyrir dráttinn. Nú afturámóti er látið sem það sé náttúrulögmál að menn þurfi að hafa aðgang að vændiskonum (ég tel strippara með þeim enda einkadans ekkert annað en vændi) hér á landi. Ég vil afturámóti meina að sé sænska leiðin notuð – karlmenn verði saksóttir fyrir að kaupa vændi – þá verði það skömm að nást við slíka iðju og smám saman leggist það að mestu af. Og vísa í að hér á landi (enda þótt vændi hafi eflaust verið stundað þá var það þó skammarlegt og ekki í hávegum haft) hafi þetta augljóslega breyst og hljóti því að geta breyst til baka. Vændis’þörf’ er ekki fasti.

Efnisorð: