þriðjudagur, mars 31, 2020

Félagsleg einangrun aldraðra

Það er magnað að sjá hvað öllum virðist finnast óþægileg tilhugsunin um félagslega einangrun aldraðra nú þegar þeir mega ekki fá heimsóknir. Staðreyndin er sú að í venjulegu árferði fær stór hluti gamals fólks sjaldan eða aldrei heimsóknir. Alveg sama hve marga afkomendur fólk á, það kemur ekkert barnabarnanna nema tilneytt á afmælum eða jafnvel aldrei, og börnin sum aldrei en önnur kannski í besta falli einu sinni í mánuði. En nú allt í einu er stórmál að aldrað fólk fái ekki heimsóknir útaf einangrun sem nærri allir í samfélaginu eru líka í með einum eða öðrum hætti.

Það mætti alveg muna eftir þessari miklu manngæsku gagnvart öldruðum ættingjum dagligdags, en ekki bara þegar drepsóttir geisa.

Efnisorð: